Allt um ástina - kennsluleiðbeiningar

40742 Allt um ástina – kennsluleiðbeiningar | © Menntamálastofnun og Ráðgjafar- og greiningarstöð 2023 59 Mynd bls. 198: Samþykkisreglur 1. Það eru lög í landinu sem segja að viðkomandi verði að vera 15 ára til að mega stunda kynlíf. 2. Báðir aðilar þurfa að segja skýrt já. 3. Báðir aðilar þurfa að gefa til kynna með líkamstjáningu að þeir vilji stunda kynlíf. 4. Báðir aðilar þurfa að vera edrú og ekki undir áhrifum fíkniefna til þess að geta tekið skýra ákvörðun og veitt samþykki fyrir kynlífi. 5. Báðir aðilar þurfa að vera vakandi og meðvitaðir um hvað er að gerast. Það er ekki hægt að veita samþykki ef viðkomandi er sofandi. 6. Öll eiga rétt á að skipta um skoðun og hætta hvenær sem er meðan á kynlífi stendur. Einhver gæti í upphafi sagt já og síðan skipt um skoðun og sagt „nei“ eða hætt og maki hans verður að virða ákvörðun þeirra. Mynd bls. 199: Verkefni – Samþykki Er samþykki til staðar? Merkið við rétta svarið og ræðið af hverju. Mynd bls. 200: Kæri sáli Kæri sáli. Ég var á busaballinu í gær. Ég er búin að vera að hanga mikið með Dóra eftir að skólinn byrjaði. Ég var orðin smá skotin í honum og hann í mér. Við fórum svo (loksins) í sleik á ballinu í gær. Við færðum okkur af dansgólfinu og héldum áfram í sleik útí horni. Hann setti síðan hendina ofan í buxurnar mínar og byrjaði að koma við píkuna mína. Ég bað hann að hætta en hann hélt áfram. Að lokum þurfti ég að hrinda honum frá mér. Ég er alveg miður mín. Umræður • Fékk Dóri samþykki? • Gerði hún rétt með að hrinda honum? Eða átti hún að leyfa honum að halda áfram? • Var þetta góður staður og stund til að snerta einkastaðina hennar? Voru þau í einkarými?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=