Allt um ástina - kennsluleiðbeiningar

40742 Allt um ástina – kennsluleiðbeiningar | © Menntamálastofnun og Ráðgjafar- og greiningarstöð 2023 30 Mynd bls. 83: Sexting • Að senda kynferðisleg skilaboð eða myndir kallast sexting. Þetta getur verið skemmtileg leið til að þróa samband. • Settu skýr mörk og mundu að þú ræður hvaða skilaboð þú sendir. Ef þú ert að spjalla við einhvern og vilt hætta máttu gera það á hvaða tímapunkti sem er og látið hinn aðilann vita að þér finnist þetta óþægilegt. • Ef við sendum kynferðislega mynd er mikilvægt að hafa í huga að manneskjan sem fær myndina gæti sýnt eða áframsent myndina til einhverra annarra. • Ræddu við traustan vin ef einhver biður þig um nektarmynd af þér eða að þú færð senda nektarmynd af öðrum um hvernig þú átt að bregðast við. Mynd bls. 84: Sexting Umræður: • Af hverju að senda nektarmynd? • Er erfitt að segja nei? • Ertu að láta undan þrýstingi eða hótun? • Áttu meiri séns ef þú sendir mynd? • Verður þú vinsælli? Mynd bls. 85: Afleiðingar sexting Hvaða afleiðingar það getur haft fyrir þig eða aðra manneskju að senda nektarmynd/ir? • Ef myndin af þér fer inn á netið verður hún kannski alltaf inni á netinu – viltu það? • Aldrei setja inn mynd eða skrifa skilaboð sem þú vilt alls ekki að aðrir sjái, til dæmis fjölskyldan þín og vinir. Mynd bls. 86: Sexting og lögin • Hafi einhver deilt nektarmynd af þér í leyfisleysi skaltu hafa samband við lögregluna. Taktu líka skjáskot af öllu sem þú heldur að geti gagnast. • Það getur verið mjög erfitt fyrir lögregluna að uppræta myndir á netinu sem er komið í dreifingu – stundum er það ekki hægt • Að senda kynferðisleg skilaboð til einhvers eða af einhverjum undir 18 ára er ólöglegt. Mynd bls. 87: Sexting • Það getur verið lögbrot að senda nektarmynd. • Áður en þú sendir einhverjum nektarmynd af þér, vertu nokkuð viss um að móttakandinn hafi áhuga á að fá hana. Til dæmis getur þú sent skilaboð og sagt: Má bjóða þér „dickpick?“ Ef svarið er jákvætt er óhætt að senda myndina. Án samþykkis getur sendingin verið brot á lögum. Mynd bls. 88: Sexting • Takir þú í leyfisleysi nektarmynd eða vídeó af öðrum, ertu að brjóta lög. • Ef þú sendir eða sýnir einhverjum öðrum efnið eða setur það á netið ertu líka að brjóta lög. • Ef þú halar niður (download) nektarmyndum, sem þú átt ekki, þá er það lögbrot. • Það er svo sérstakt brot að deila eða dreifa því.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=