Allt um ástina - kennsluleiðbeiningar

40742 Allt um ástina – kennsluleiðbeiningar | © Menntamálastofnun og Ráðgjafar- og greiningarstöð 2023 29 Mynd bls. 81: Kæri sáli Kæri sáli. Ég er 17 ára strákur og ég á ekki marga vini í skólanum. Um daginn byrjaði gaur að „followa“ mig á instagram sem ég þekkti ekki fyrir og við áttum enga sameiginlega „followers“. Hann var samt með fullt af „anime“ tengdu efni á prófælnum sínum og ég fíla „anime“ þannig ég „followaði“ hann til baka. Við byrjuðum síðan að „chatta“ og það var geggjað! Við eigum svo mikið sameiginlegt og það er svo auðvelt að tala við hann. Hann á ekki heldur marga vini í sínum skóla og mér finnst eins og við höfum alltaf verið bestu vinir. Undanfarið höfum við verið að tala um mjög persónulega hluti og mér finnst ég virkilega geta treyst honum. Umræður: • Getum við verið viss um þessi vinur sé sá sem hann segist vera? • Er góð hugmynd að ræða við hann um persónulega hluti? • Vitum við hvort sé hægt að treysta honum? • Hvað gæti gerst næst? ◌ Þetta gæti verið einhver í skólanum hans sem er að hrekkja hann og gæti farið að dreifa leyndarmálinu hans út um allt. Mynd bls. 82: Kæri sáli Kæri sáli. Ég er 16 ára stelpa og ég held ég sé ástfangin. Ég kynntist strák í gegnum „discord“ um daginn og hann er æðislegur. Hann er 17 ára, ótrúlega sætur, hefur öll sömu áhugamál og ég og við tölum saman á hverjum degi núna. Hann sagði við mig í gær að hann elskaði mig og hvort ég vildi verða kærastan hans. Auðvitað sagði ég JÁ, hann er algjör draumaprins. … framhald seinna í kaflanum Umræður: • Er góð hugmynd að byrja saman á netinu? • Getur hún verið viss um að hann sé í alvöru 17 ára og sætur? • Getur hann verið einhver allt annar en hann segist vera?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=