Allt um ástina - kennsluleiðbeiningar

40742 Allt um ástina – kennsluleiðbeiningar | © Menntamálastofnun og Ráðgjafar- og greiningarstöð 2023 26 Mynd bls. 69: Internetið Netið er frábær miðill sem nýta má á ýmsan hátt eins og kemur fram hér á glærunni. Við verðum líka að hafa í huga að það eru margir á netinu sem hafa ekkert gott í hyggju og til dæmis leggja aðra í einelti, stela persónulegum upplýsingum og fleira til að særa aðra. Þess vegna er mikilvægt að við leggjum okkur fram við að vera örugg á netinu. Það getum við gert með því að fylgja nokkrum einföldum reglum. • Netið er snilldar uppfinning sem nýtist í margt: ◌ Spila tölvuleiki ◌ Spjalla ◌ Kaupa ýmislegt ◌ Afla sér upplýsinga ◌ Margt, margt fleira • Það er samt líka margt sem ber að varast á netinu: ◌ Vírusa ◌ Spam ◌ Hakkara ◌ „Online predators“ Mynd bls. 70: Netreglur 1. Aldrei gefa upp persónulegar upplýsingar (eins og heimilisfang og símanúmer). 2. Ekki samþykkja vinabeiðnir eða „follow request“ frá fólki sem þú þekkir ekki. 3. Ef þú hittir einhvern sem þú kynnist á netinu, hittist þar sem er fleira fólk. 4. Aldrei senda myndir eða myndskeið af þér til annarra, sérstaklega ekki af kynfærunum/einkastöðunum. Aldrei biðja um myndir eða myndbönd af öðrum. Ef eitthvað fer á netið þá geta allir séð það og það getur verið erfitt að taka það út. 5. Ef þú ert að tala við ókunnugan á netinu fylgstu með rauðum flöggum og settu mörk. Hættu að tala við einhvern sem biður þig um pening, segir óviðeigandi hluti eða lætur þér líða óþægilega. Mynd bls. 71: Verkefni: Hvað má gefa upp á netinu 1. Þú ert að kaupa tónleikamiða í gegnum netið og það er óskað eftir nafni og símanúmeri. (já) 2. Þú ert á vefsíðu sem óskar eftir kortaupplýsingunum þínum en þú ert ekki að kaupa neitt. (nei) 3. Þú ert að byrja að kynnast einhverjum í gegnum samfélagsmiðla og viðkomandi biður um heimilisfangið þitt. (nei) 4. Það poppar upp gluggi í tölvunni þinni sem tilkynnir þér að þú hafir unnið ferð til útlanda og biður um fullt nafn, símanúmer og heimilisfang. (nei) 5. Þú færð tölvupóst frá ókunnugum sem segist vera skyldur þér og biður þig um pening. (nei) Mynd bls. 72: Kynnast á netinu • Oft kynnist fólk á netinu eða samfélagsmiðlum (t.d. Snapchat, Instagram, Tinder) • Þegar fólk kynnist á netinu er mikilvægt að huga að nokkrum atriðum til þess að tryggja eigið öryggi.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=