40742 Allt um ástina – kennsluleiðbeiningar | © Menntamálastofnun og Ráðgjafar- og greiningarstöð 2023 13 Mynd bls. 24: Að taka gagnrýni • Hvaða kostir eru það að hlusta á það sem er sagt? • Ég gæti verið sammála, ef ég er ósammála þá get ég sagt það, ég get breytt hegðun minni ef ég vil, við gætum orðið betri vinir. • Gagnrýni snýr að einhverju sem þú hefur gert, ekki að gera lítið úr þér sem manneskju. • Mikilvægt er að reyna að horfa á gagnrýni sem jákvæðan hlut, betra að hlusta á hvað fólk vill segja en að hunsa það. • Við hlustum og ákveðum svo hvort við erum sammála eða ósammála. • Mörgum finnst erfitt að taka gagnrýni. • Hvernig líður okkur þegar við erum gagnrýnd, hvernig tökum við gagnrýni? • Ég þoli það ekki, það er verið að ráðast á mig, ég vil hefna mín, ég verð sár, ég vil labba í burtu, ég verð reið við þann sem gagnrýnir mig. • Hvað finnst okkur um konuna sem er að gagnrýna? Hvernig líður stelpunni/stálp með þessa gagnrýni? Mynd bls. 25: Að hrósa og fá hrós • Hrós er mikilvægt. • Ef við gerum lítið úr hrósi leiðir það til þess að við heyrum bara gagnrýni sem aftur dregur úr sjálfstrausti okkar. Ef við hrósum ekki er eina endurgjöfin sem fólk fær frá okkur gagnrýni. • Við þurfum öll að fá endurgjöf vegna góðra eiginleika okkar. • Ef við hlustum ekki á hrós en bara á gagnrýni líður okkur ekki vel með okkur sjálf. • Hrós er ekki sama og smjaður. Hrós er eitthvað fallegt sem við sagt er við okkur: • Góður kokkur. • Fallegt bros. • Þú sýnir hugulsemi. Hrós getur snúist um: • Útlit. • Eitthvað sem þið eruð góð í. • Hverskonar manneskja ertu? • Hvernig líður ykkur þegar þið fáið hrós? Að hrósa: • Segðu hvað þú hugsar. • Hafðu það einfalt. • Segðu satt. • Segðu hvað þér líkar í fari annarra og í hverju þeir eru góðir. Ekki hrósa eingöngu útliti þeirra. Reynið að forðast: • Að gera lítið úr ykkur sjálfum eftir að hafa hrósað öðrum – „þú ert svo góður dansari en ég er bara klaufi.“
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=