Á rás - Léttlestur fyrir unglingastig

73 Hann kipptist til. Stelpan sem hafði haldið á HELP skiltinu stóð skyndilega við hlið hans, grafalvarleg. Hún rétti honum bíllykla og reyndi að tjá sig á ensku. Úlfur náði samhenginu. „Þú fara bílinn og stoppa flugvél. Ég hlaupa burt og horfin. Enginn veit. Ekki þú. Ekki enginn veit neitt. Fyrirgefðu.“ Að svo mæltu hvarf hún út í myrkrið. Flugvélin lagði af stað út á flugbrautina. Ljósin voru enn þá kveikt í flugskýlinu, dyrnar opnar og svörtu sendiferðabílarnir á sínum stað. Úlfur hljóp inn og stökk inn í annan bílinn. Lykillinn smellpassaði. En hvað svo? Hann hafði aldrei ekið bíl, aldrei sett bíl í gang nema í tölvuleikjum. Þúsund hugsanir þutu í gegnum höfuð hans. Hver var þessi stelpa og af hverju vildi hún hjálpa honum núna? Var hún með samviskubit? Var hún sjálf fangi og vildi losna? Af hverju var hún ekki í vélinni? Átti hún eftir að plata fleiri

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=