Á rás - Léttlestur fyrir unglingastig

66 Flótti um nótt Amina skreið eftir girðingunni til að leita að gati. Og hún fann glufu. Mjög litla. Krökkunum tókst að stækka gatið með því að beygja nokkra víra. Síðan skriðu þau í gegn. Úlfur festi úlpuna en Amina losaði hann. Að svo búnu læddust þau af stað og þorðu varla að anda. „Er ekki ljós í skýlinu hægra megin?“ Amina benti á flugskýlið sem blasti við þeim. Ljósrönd virtist vera undir risastórri hurð. Flöktandi ljós. „Mér sýnist það,“ sagði Úlfur skraufþurr í munninum. „Eigum við að ... halda áfram eða ... eða láta fólkið á hótelinu vita. Biðja það um að hringja í lögguna.“ „Löggan hlýtur að koma bráðum,“ sagði Amina. „Ef fólki er rænt á Íslandi er þetta eina leiðin í burtu. Jú, líka höfnin.“ „Já, en það eru flugvellir út um allt land,“ sagði hann.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=