Á rás - Léttlestur fyrir unglingastig

67 „Væri ekki grunsamlegt ef einkaþota myndi lenda á litlum flugvelli úti á landi?“ spurði Amina. Úlfur kinkaði bara kolli. Auðvitað hafði hún rétt fyrir sér. Á Reykjavíkurflugvelli lenda einkaþotur næstum daglega og vekja engar grunsemdir. „Er ekki gluggi á flugskýlum?“ „Ég hef ekki hugmynd,“ sagði Úlfur. „Læðumst hringinn. Það hlýtur að vera gluggi eða önnur hurð. Kannski gægjugat.“ Hann hafði rétt fyrir sér því á þeirri hlið sem sneri að flugvellinum var gluggi. Úlfur fann dynjandi hjartslátt í brjóstinu. Hann átti það til að gleyma að anda út af stressi og það munaði minnstu að hann félli í yfirlið. Hann seildist eftir hönd Aminu og lagði hana að brjóstkassanum. „Finnurðu? Ég er drepast úr spenningi.“ „Ég líka. Alveg að skíta á mig. Í alvöru. Við getum ekki hætt við núna. Verðum bara að treysta að lögguna gruni það sama og okkur.“

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=