Á rás - Léttlestur fyrir unglingastig

65 „Það er heldur ekkert að gerast hér,“ sagði Amina. „Hvað er klukkan?“ „Ég veit það ekki, örugglega að verða ellefu,“ sagði Úlfur. „Stóð ekki 23:30 á blaðinu?“ „Jú,“ sagði Amina, „en kannski lendir einhver flugvél á þeim tíma.“ „Það liggur eitthvað grunsamlegt í loftinu,“ sagði Úlfur, „finnurðu það ekki?“ „Nei.“ „Það er eitthvað?“ endurtók hann og stöðvaði hjólið. „Ég sé það bara ekki.“ „Getum við ekki kíkt inn í flugskýlin? Þessi tvö,“ sagði Úlfur og benti inn í myrkrið þar sem sást móta fyrir skýlum. „Það er gaddavírsgirðing í kringum völlinn,“ sagði Amina, „og pottþétt myndavélar út um allt.“ „Mér er skítsama,“ sagði Úlfur, „þá hringja þeir bara á lögguna. Sem er kannski langbest.“

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=