Á rás - Léttlestur fyrir unglingastig

19 Myrkrið Vinirnir hjóluðu hratt eftir Guðrúnargötu í áttina að Klambratúni. Enginn bíll var fyrir utan hús númer 6 og öll ljós slökkt. Þau skildu hjólin eftir fyrir framan húsið sem var beint fyrir aftan Guðrúnargötu 6. Garðarnir lágu saman. „Læðumst fyrst inn í þennan garð,“ hvíslaði Torfi og leit í kringum sig. Húsið var á þremur hæðum og stigi upp á svalir á 2. hæð. Þegar þau læddust af stað greip Úlfur í Torfa og Morati í Úlf, síðan kom Amina en Brynhildur var síðust. Það var nánast svartamyrkur enda náði götulýsingin ekki inn í bakgarðana. Þau földu sig á milli trjánna. „Hvað gerum við núna?“ spurði Brynhildur. „Við sjáum ekki rassgat.“ „Ég er með vasaljós,“ sagði Úlfur, „við verðum að lýsa inn um gluggana.“

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=