Á rás - Léttlestur fyrir unglingastig

20 Þögn. Enginn gaf sig fram. Úlfur ýtti við Torfa. „Ég skal,“ hvíslaði Brynhildur ákveðin en Torfi greip ljósið, fikraði sig af stað og hvarf inn í myrkrið. Skyndilega kviknaði ljós og hann lýsti inn um glugga. Torfi sá ekkert grunsamlegt, bara venjulegt heimili. Hann lýsti inn um hvern gluggann á fætur öðrum. Fór síðan upp á svalirnar sem voru fyrir utan stofuna. Honum krossbrá og lýsti betur um alla stofuna. Flýtti sér svo til baka. „Stofan er full af þýfi,“ sagði hann æstur. „Þýfi?“ spurði Morati. „Hvernig veistu það?“ „Já, tölvur, símar, sjónvörp, byssur, töskur, alls konar, sem hefur verið stolið. Ekkert smá magn.“ „Í alvörunni?“ sagði Úlfur eins og hann væri stoltur yfir því að hafa stungið upp á þessu. „Ég vissi að þetta væru glæpamenn og þeir rændu örugglega stelpunni.“

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=