Á rás - Léttlestur fyrir unglingastig

18 „Skiptir ekki máli, drífum okkur,“ sagði Torfi og stóð upp. „Leyfum Morati að klára að kúka,“ sagði Brynhildur. „Ég þarf líka að pissa.“ „Eigum við í alvörunni að fara? Er þetta ekki rugl hjá okkur?“ Úlfur leit á vini sína eftir að hafa sagt þetta. Sjálfstraustið var að molna. „Bíddu, bíddu,“ sagði Torfi, „hver boðaði okkur hingað? Jólasveinninn?“ Enginn svaraði. „Það er komið myrkur, við erum fimm saman og öll fljót að hlaupa. Ef það gerist eitthvað óvænt, flýjum við. Þetta er ekki flókið.“ „Ég er sammála,“ sagði Brynhildur, „stelpan gæti verið fangi, í alvörunni. Það er alls konar ógeð í gangi út um allt.“ „Ég er tilbúinn,“ sagði Morati léttur á sér þegar hann birtist í dyragættinni. Þá stökk Brynhildur inn á salernið.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=