Skapandi skóli

97 MAT Á MARGA VEGU : SKAPANDI SKÓLI efni sín og annarra með gagnrýnum og jafnframt uppbyggilegum hætti, sem hlýtur að teljast gott veganesti út í lífið. Þegar nemendur fá að taka þátt í mati á eigin námi eða mati á frammistöðu skólafélaga sinna þarf þetta mat þeirra að hafa vægi í heildareinkunnagjöf kennarans og nemendum þarf að vera það ljóst frá upphafi. Að sjálfsögðu á kennarinn síðasta orðið og nemendur þurfa að gera sér grein fyrir því, en svona mat fellur dálítið um sjálft sig ef nemendur sjá engan beinan ávinning af því eða tilgang. Á vef bókarinnar er dæmi um gátlista sem nota má við sjálfsmat nemenda og jafningjamat. Auk þess er þar að finna slóðir á hugmyndabanka með fjölbreyttum gátlistum sem taka til margvíslegra þátta í jafningjamati og sjálfsmati, auk fleiri hagnýtra atriða til að hafa til hliðsjónar við mat í skólastarfinu. Námsmat í verkefnatengdu námi Þegar meta á verkefnavinnu sem nær yfir lengra tímabil (e. project) er mikilvægt að líta á allt verkferlið. Í slíkri verkefnavinnu verða til afurðir á ýmsum stigum sem hægt er að rýna auk þess sem kennarar og nemendur ættu að fá tækifæri til að fara yfir það sem komið er og velta því upp hvert rétt sé að stefna í framhaldinu. Til þess að þetta samtal kennara og nemenda eigi sér örugglega stað getur verið gott að setja vörður að staldra við á viðeigandi stöðum í vinnuferlinu. Mikilvægt er að nemendur séu vel upplýstir um það hvar í verkefnavinnunni verði numið staðar og staðan metin, hvað verði metið og hvernig. Að sjálfsögðu geta nemendur og kennarar staðið saman að því setja niður þessar vörður og þær fá jafnvel meira vægi í augum nemenda ef slík vinnubrögð eru viðhöfð. Þessar vörður marka gjarnan lok eins verkþáttar í verkefninu og upphaf þess næsta, þótt ekki sé það algilt. Verkmöppur Verkmappa, stundum einnig nefnd portfólíó, er safn verkefna sem nemandi hefur unnið og er til marks um þá vinnu sem hann hefur innt af hendi, framfarir og árangur á einu eða fleiri námssviðum. Nauðsynlegt er að nemandinn sjálfur hafi tekið þátt í að velja verkefnin í möppuna. Í möppunni ættu að vera dæmi um það besta sem nemandinn hefur gert,

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=