Skapandi skóli

78 Hljóðhönnun Stafræn hljóðhönnun snýst um að skilgreina, útvega, eiga við og búa til hljóð, oft til nota í hljóðvarpi eða tónlistarflutningi en líka samsettu efni, kvikmyndum, hvers konar hreyfimyndum, rafbókum, skjákynningum, veflausnum, tölvuleikjum, margmiðlunarefni, alls konar hugbúnaði, jafnvel vélbúnaði og notendaskilum. Hljóð eru áhrifarík í allri miðlun og oft vanmetinn þáttur í umhverfi okkar. Þegar fjallað er um hönnun margmiðlunarefnis er hljóðþættinum stundum líkt við olnbogabarn í stórum hópi systkina, hann er ákaflega mikilvægur en fellur oft í skuggann af uppsetningu og grafík, myndefni, hreyfingum og texta. Hljóð vekja viðbrögð og tilfinningar, sækja að okkur úr öllum áttum, gera okkur angurvær, fylla okkur fjöri, smjúga í gegnum veggi og vekja börn af værum blundi í móðurkviði! Upptökur og hljóðvinnsla Í skólastarfi má hafa margvíslegt gagn af hljóðupptökum og nú er auðveldara en áður að koma þeim við. Gott er að eiga í hverjum skóla vandaða hljóðnema og upptökutæki en með snjallsíma eða spjaldtölvu við höndina er hægur vandi að grípa til hljóðupptöku hvenær sem þurfa þykir. Með einföldum hugbúnaði má svo klippa til hljóðbúta og setja saman, deyfa og styrkja, snúa við og bjaga, allt eftir þörfum. Hægt er vinna með hljóð á mörgum rásum ef þörf krefur og búa til tóna og hljóð frá grunni. Þá má nefna vefsetur sem bjóða upp á hljóð úr mörgum áttum til margvíslegra nota. Um þetta má lesa nánar á fylgivef bókarinnar. Miðlun og hljóð Hljóð gegna mikilvægu hlutverki í kvikmyndum og með því að glíma við hljóðsetningu má fá dýrmæta innsýn í eðlisþætti og eiginleika myndmiðla. Hljóð geta brúað klippingu á milli myndskeiða, ljáð myndefni nýja merkingu, skapað eftir- væntingu, kveikt hugrenningar og vakið með áhorfendum hrollkaldan ótta. Nota má hljóðupptökur til að miðla texta og hann má styðja viðeigandi hljóðum. Tónlist getur borið upp myndasýningar og þannig mætti lengi telja. Í öðrum tilvikum getur verið fullt tilefni til að vinna með hljóðupptökur og hljóðefni án þess að aðrir þættir miðlunar komi þar við sögu.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=