Skapandi skóli

77 TÆKNI OG TJÁNING : SKAPANDI SKÓLI samtöl og skýringartextar birtast í talblöðrum, hugsanaskýjum og jaðarreitum sem eru í nánu sambandi við myndefnið og skipan mynda í ramma. Myndefnið má gera á ýmsa vegu, persónur má teikna frá grunni á blað eða skjá eða byggja á leik og ljósmyndum sem hægt er að útfæra með ýmsu móti í myndvinnsluforritum eða nota óbreyttar. Mörg forrit bjóða upp á auðvelda uppsetningu á myndasögum og hafa sum verið mikið nýtt í skólum. Forrit fyrir spjaldtölvur eru sérstaklega aðgengileg og nýta vel þá möguleika sem fylgja innbyggðri myndavél. Skil á myndasögu geta til dæmis verið á veggspjaldi, prentuðu út eða teiknuðu frá grunni, í hefti vistuðu með PDF-sniði eða í stafrænni og jafnvel gagnvirkri bók. Hreyfimyndir Með því að nýta tæknina í sinni einföldustu mynd er mögulegt að búa til hreyfimyndir eða einfaldar teiknimyndir með ungum börnum. Finna má þó nokkuð marga valkosti þegar kemur að hugbúnaði fyrir spjaldtölvur, smáforrit eða öpp, sem byggja á þeirri hugmynd að handstýra teiknuðum eða ljósmynduðum persónum um skjáinn, leiklesa fyrir þær á svipaðan hátt og í brúðuleikhúsi og taka upp bæði hreyfingar og hljóð. Yfirleitt er hægt að finna í svona hugbúnaði tilbúnar persónur ef áherslan á að vera á sögugerðina en síður á hönnun og persónusköpun en einnig má búa til persónurnar frá grunni, til dæmis með því að teikna þær í teikniforriti, með því að teikna þær á blað og taka mynd af þeim á myndavél spjaldtölvunnar, eða með því að taka myndir af sjálfum sér og öðrum til að hafa fyrir sögupersónur eða leggja grunn að tilbúnum persónum. Þá mætti nefna ýmis kerfi sem gera kleift að útbúa flettimyndir, stundum með gagnsæi í vinnsluham sem sýnir næstu kyrrmyndir, tækni kennda við glær lögin í lauk (e. onion skinning), eða bjóða upp á leik með búkhreyfingar, fígúrur með liðamót og áhugaverða hreyfimöguleika. Með slíkum hugbúnaði má oft fá mjög góða hugmynd um hönnun atburðarásar og hreyfinga í teiknimyndum. Gott er að vanda val á söguefni og ýta með því undir vönduð vinnubrögð. Söguefnið má að sjálfsögðu tengja allra handa námsefni í skólastarfi. Myndasaga unnin í Comic Life

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=