Skapandi skóli

60 Ekki þarf flókinn útbúnað til að nýta þessa leið í lestrarkennslu; einungis tvær til fjórar tölvur útbúnar ritvinnsluforritum (mega gjarnan vera gamlar, endurnýttar) og prentara í skólastofuna. Nettenging er óþörf. Nemendur vinna saman í pörum, læra bókstafina af lyklaborðinu og þróa með sér læsi með því að lesa orð, setningar og stuttar sögur sem þeir sjálfir skrifa. Þannig tengjast ritun og lestur á áþreifanlegan hátt í hugum nemenda. Sumir kennarar ganga jafnvel svo langt að fresta eiginlegu skriftarnámi nemenda sinna þar til á öðru eða þriðja námsári, enda sýnir reynslan að handskrift nemenda sem fá undirstöðu sína í lestri með því að nota lyklaborð við ritun er jafnan betri en hjá jafnöldrum þeirra sem farið hafa hefðbundna leið í sínu lestrar- og ritunarnámi. Aðferðafræðin nefnist Að skrifa sig til læsis (n. Å skrive seg til lesing) og byggir meðal annars á eftirfarandi atriðum: • Auðveldara er að skrifa en lesa, fyrir börn á aldrinum fjögurra til sjö ára. • Auðveldara er að skrifa á tölvu en að handskrifa. • Bókstafirnir á lyklaborðinu samsvara útliti bókstafanna á skjánum/blaðinu. • Að lesa eigin texta er einfaldur undanfari þess að lesa texta annarra. • Samvinna við skriftirnar ýtir undir málþroska og málvitund nemenda. Ennfremur hentar aðferðin vel þeim nemendum sem eiga við lesörðugleika að stríða, glíma við fínhreyfingavandamál eða aðra erfiðleika sem tengjast skólagöngunni, auk þess að ná sérstaklega vel til drengja.31 Ekki verður nánar farið út í aðferðir eða aðferðafræði þess að skrifa sig til læsis, einungis látið nægja að benda á þennan möguleika í kennslu yngstu nemendanna og geta þess að hér á landi hefur TMF Tölvumiðstöð haft forgöngu um námskeiðahald tengt aðferðafræðinni. Hér á eftir er sagt frá ritunarkennslu þar sem annars vegar er byggt á ákveðinni aðferðafræði og hins vegar fjölbreyttum ritunarverkefnum sem hægt er að beita á öllum stigum grunnskólans og í öllum námsgreinum. Ritun til náms Ein af fjölmörgum leiðum sem tilvalið er að beita markvisst í skapandi skólastarfi byggir á ritun sem náms- og kennsluaðferð. Á ensku nefnist þessi aðferð Writing to Learn32 en hefur hér fengið íslenska heitið Ritun til náms. Fræðimenn eru á einu máli um að ritun efli bæði gagnrýna hugsun og nám. Hér er ekki síst átt við ritun sem felur í sér leið til að koma reiðu á hugsanir sínar og

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=