Skapandi skóli

61 EITT OG ANNAÐ UM RITUN : SKAPANDI SKÓLI sýna fram á eigin skilning. Þannig má segja að ritun til náms sé í raun leið til þess að læra að hugsa. Aðferðin hjálpar nemendum að skilja og tileinka sér hugtök sem verið er að vinna með í náminu, hvetur þá til að tileinka sér fjölbreyttar upplýsingar, flokka þær, finna tengsl á milli þeirra og gera grein fyrir samhengi. Þessi aðferð er að auki kjörin til að mæta nemendum þar sem þeir eru staddir. Kennarinn kemst að því hver þekking og skilningur nemenda er á því efni sem fengist er við og getur sýnt þeim hvernig byggja má ofan á þá þekkingu. Aðferðir Ritunar til náms eru fjölbreyttar en eiga það sammerkt að skrifin eru óformleg og áherslan er á efnið en ekki stíl, málfar eða stafsetningu. Hér eru teknar saman nokkrar leiðir sem hægt er að nota við þekkingarleit í tengslum við nánast hvaða viðfangsefni sem er. Flæðiskrif Flæðiskrif (e. freewriting). Þetta er góð aðferð til að nota þegar nemendur vantar hugmyndir að ritunarverkefnum. Galdurinn felst í því að nemandinn verður að skrifa í 5–15 mínútur (kennarinn ákveður tíma) það sem kemur upp í hugann og má ekki lyfta blýantinum af blaðinu eða taka fingurna af lyklaborðinu. Þessi aðferð getur verið góð þegar nemendur eru haldnir einhvers konar ritstíflu því oftar en ekki laðar hún fram hugmyndir sem að lokum leiða til einhverra efnistaka. Ef kennari vill heldur má afmarka flæðiskrifin við tiltekið efni með því að láta nemendur svara valinni spurningu og fá til þess tíma sem þeir verða að nýta allan í skrifin. Í sjálfu sér skiptir ekki svo miklu máli hvað er skrifað. Hér er dæmi tekið af nemanda í 7. bekk sem átti að skrifa um siðaskiptin: „Ég veit ekkert um siðaskiptin og get ekkert skrifað um þau en þau eru samt eitthvað sem hefur með trú að gera ég man ekki hvað en það hefur verið skipt um einhvern sið eða eitthvað. Nú dettur mér ekkert í hug meira að skrifa en var ekki eitthvað um að einhverjir voru kaþólskir og svo var eitthvað með alþingi í gamla daga og þá fer ég að hugsa um Þingvelli hvort sem . . .

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=