Skapandi skóli

33 ÞEMU, SÖGURAMMAR, SAMVINNA OG LEIT : SKAPANDI SKÓLI eitthvað sé nefnt. Kennsluaðferðirnar eru fjölbreyttar og er þar jöfnum höndum beitt hópastarfi, hreyfingu, ritun, sýnikennslu, umræðum, fræðslumyndum og verklegum æfingum. Námsefnið sem lagt er til grundvallar spannar breitt svið; allt frá hefðbundinni kennslubók í landafræði til tímarita um ferðamennsku, kvikmyndar og vefefnis um útivist og fjallamennsku – auk þess sem þemanámslotunni lýkur með gönguferð og útilegu með það að markmiði að nemendur nýti sér þá þekkingu og kunnáttu sem þeir hafa aflað á meðan á þemavinnunni stóð. Þemadagar Margir skólar kjósa að brjóta árlega upp skólastarfið með því að halda þemadaga sem ná yfir öll aldursstig. Misjafnt er hvort hvert aldursstig hefur sitt sérstaka þema að vinna út frá eða hvort allur skólinn gengur út frá sama viðfangsefninu. Einnig er allur gangur á því hvort bekkjum er blandað saman innan árganga eða aldursstiga eða hver bekkjardeild látin halda sér. Stundum er öllum aldursstigum blandað saman í hópa og unnið með viðfangsefnin þvert á aldur frá 1. upp í 10. bekk. Áherslur í skólastarfinu breytast talsvert á slíkum þemadögum, þar sem hefðbundnar kennslubækur, stundatöflur og annað fast skipulag skólastarfsins víkur fyrir flæðandi vinnu nemenda og verklegir og listrænir þættir ráða ríkjum umfram það sem venjulegt er. Nemendum er skipt í hópa eftir öðrum leiðum en annars tíðkast og þannig fá margir sem aldrei hafa áður unnið saman tækifæri til að kynnast og mynda tengsl í gegnum fjölbreytt og skapandi verkefni. Margir nemendur fá hér tækifæri til að sýna sínar sterku hliðar, leiðbeina öðrum og oftast eru einhverjir sem koma kennurum sínum á óvart með leikni sinni á ákveðnum sviðum sem ekki hafa fengið að skína og njóta sín í skólastarfinu. Hér er líka tækifæri fyrir kennara, og jafnvel annað starfsfólk skólans, til að sýna á sér nýjar og óvæntar hliðar, spila á gítar og stjórna samsöng, kenna rússnesku, bókagerð eða jóga, svo eitthvað sé nefnt. Þetta getur verið kunnátta og færni sem engan hefði grunað að kennararnir byggju yfir og kærkomin tilbreyting fyrir alla aðila. Þegar þemavinna er skipulögð er þannig mikilvægt að hafa í huga áhugasvið og færni hvers og eins kennara eða starfsmanns ekkert síður en nemenda og íhuga hvernig kunnátta þeirra getur nýst á skemmtilegan hátt í skólastarfinu í því uppbroti og þeirri lærdómsnámu sem þverfaglegri vinnu er ætlað að vera. Á vef bókarinnar er að finna útfærslu á skipulagi þemavinnu þar sem haldnir eru sérstakir þemadagar.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=