Skapandi skóli

34 Söguaðferðin Söguaðferðin (e. storyline), stundum kölluð skoska aðferðin, er heildstæð þemakennsluaðferð sem þróuð var af kennurunum Steve Bell, Sallie Harkness og Fred Rendell ásamt mörgu fleira skólafólki í Skotlandi og tengist kennaramenntun við Jordanhill í Glasgow. Þetta þróunarstarf á sér langa sögu og má rekja allt aftur á miðjan sjöunda áratug liðinnar aldar. Íslendingar komu snemma til skjalanna og hafa tekið þátt í alþjóðlegri samvinnu um söguaðferðina frá því að það hófst en formlegt alþjóðastarf um aðferðina tók að mótast á níunda áratug síðustu aldar.19 Skipulag söguramma Í stuttu máli gengur söguaðferðin út á að fjalla um valda efnisþætti með opnum spurningum þar sem nemendur leita svara og setja þau í samhengi með því að móta um efnið sögu. Unnið er eftir ákveðnu skipulagi sem sett er upp í svokallaða ramma. Fleiri dæmi um söguramma má finna á vef bókarinnar. Efni sögurammanna er í meginatriðum eftirfarandi og er hver vinnulota byggð á sams konar skipulagi: Vinnubrögðin eiga að vera fjölbreytt og skapandi en auk upplýsingaleitar í bókakosti, af neti eða annars staðar eru, nemendur hvattir til að nýta fyrirliggjandi reynslu og þekkingu, ímyndunarafl og sköpunarkraft. Öll þekkingaratriði eru færð í búning sögunnar og oft unnið með alla þætti á myndrænan hátt. Einnig er 1. Söguefni Hvaða umhverfi á að vera um söguna (til dæmis bæjarsamfélag, íbúðablokk, vinnustaður eða landsvæði) og um hvaða meginefni á hún að snúast (til dæmis líf í sveit, þjóðgarða, heilsugæslu, landnám, geimferðir um sólkerfið, klausturlíf eða galdraofsóknir) 2. Lykilspurningar Spurningar sem laða fram svör frá nemendum og mynda þannig efnivið í söguna sem unnið er með 3. Vinna nemenda Umræður, þankahríð, öflun upplýsinga, textagerð, föndur við gerð persóna, hluti og sviðsmyndir, leiklestur, upptökur og þar fram eftir götum 4. Vinnufyrirkomulag Hópvinna, paravinna, einstaklingsvinna, allur bekkurinn hjálpast að eða fleiri koma til Stundum er leitað út fyrir veggi skólans að efni og stuðningi 5. Afrakstur tíma eða vinnulotu Veggmyndir, dagbókarfærslur, útvarpssögur, leikþættir, bæklingar, líkön, vefir, samantektir og annað þess háttar 6. Efniviður og áhöld Allur sá efniviður og búnaður sem nota þarf við vinnu í hverjum þætti; skæri, lím, litir, blöð og í seinni tíð myndavélar, upptökutæki, snjallsímar, spjaldtölvur og annað þess háttar

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=