Skapandi skóli

32 Oft þarf ábendingar, leiðarvísa, leiðsögn og hvatningu þegar nemendur standa frammi fyrir misvísandi upplýsingum eða tapa áttum og góðar verkefnaúrlausnir frá fyrri hópum geta hjálpað þeim að átta sig á markmiðum með vinnunni. Eins og í annarri kennslu má alltaf hafa hugmyndina um vinnupalla sem hér var nefnd í inngangsköflum í huga. Ekki má heldur skilja það sem hér að ofan segir þannig að ekki sé hægt að nýta námsbækur við þemanám. Að sjálfsögðu er hægt að nota kennslubækur og annað námsefni sem heimildir og jafnvel útgangspunkt við þemavinnuna. Þemanám getur teygt sig yfir allt litróf jarðlífsins – og lengra. Þar er hægt að fjalla um tilfinningar, hollustuhætti, prjónaskap, rafmagn, landafræði, stríð og frið, þróun lífsins, mannslíkamann, hjálparstarf, Ísland áður fyrr, matarmenningu, Afríku, rithöfunda og aðra listamenn, hreinlæti, trúarbrögð, endurvinnslu, byggingarlist, eldgos, þrælahald, hringleikahús, risaeðlur, Sturlungaöld, stærðfræði, drauga, kreppur, tónlistarstefnur, málmsmíði, íþróttir, barnabókmenntir … listinn er ótæmandi. Um öll þessi viðfangsefni er til námsefni af einhverju tagi sem nýta má við vinnuna og oftast hafsjór af öðru efni. Hægt er að nefna bækur, dagblöð og tímarit, yfirlitsrit og alfræðirit, myndabækur og kvikmyndir, alls konar safnkost og sýningar, afþreyingarefni og leiki, og ekki síst stafrænt efni á netinu. Skólasöfn eða upplýsingaver geta veitt dýrmætan stuðning og þá skiptir góður undirbúningur máli því oft er vandasamt að finna efni við hæfi nemenda, ekki síst þeirra yngri. Stundum má líka hafa stuðning af fólki í umhverfi barna og unglinga og grennslast fyrir um áhugavert efni þá leiðina. Sumir skólar hafa komið á þeirri hefð að vera með eitt eða tvö þemaverkefni á misseri byggð á samvinnu kennara þvert á bekki og námsgreinar. Nemendum vex ásmegin í þessari vinnu ár frá ári og við suma skóla eru elstu nemendurnir látnir fást við viðamikil þemaverkefni á lokaári sínu við skólann og kynna þau á margvíslegan hátt fyrir félögum sínum, kennurum og gestum. Þemalotur Sumir skólar skipuleggja starf sitt þannig að megnið af námi og kennslu vetrarins fer fram í þemalotum. Þá eru þær námsbækur sem til eru og varða efni þemans beint eða óbeint lagðar til grundvallar við upplýsingaöflun en vinnubrögð og úrvinnsla látin taka mið af flestum þeim námsþáttum sem vinna skal með á námstímanum samkvæmt námskrá. Ágætt dæmi um svona vinnubrögð má finna í skipulagi kennslu á unglingastigi í Sjálandsskóla en þemakennsla er einmitt eitt af meginsérkennum þess skóla.18 Gott dæmi um spennandi viðfangsefni er þemað Upp um fjöll og firnindi þar sem áttundubekkingar læra um notkun landakorta, áttavita, ábyrga ferðamennsku, hreinlæti og skyndihjálp, svo

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=