Gegnum holt og hæðir - rafbók

83 Varð það því að ráði þeirra að fara með hann ofan á lögreglustöð Þegar þangað kom endurtók maðurinn sögu sína fyrir lögreglumönnum þeim sem á verði voru og þó í nokkru meira samhengi en fyrr Lögregluþjónarnir spurðu hann hvort hann mundi geta rakið leiðina sem hann hefði haldið á eftir stúlkunni eða fundið húsið þar sem hann hefði átt náttstað Hann kvaðst vel mega freista þess og húsið mundi hann að vísu finna Fór nú lögregluþjónn með honum og héldu þeir fyrst að Hótel Íslandi Skammt þaðan þóttist hann þekkja búðargluggann sem hann hefði staðið við þá er hann sá stúlkuna Síðan rakti hann leið þeirra um Austurstræti og Lækjartorg, inn Hverfisgötu allt að Frakkastíg Þar sveigði hann niður stíginn og létti eigi fyrr en hann kom að líkhúsi Franska spítalans Þar kvaðst hann hafa dvalist um nóttina En er hann ætlaði að fara inn í húsið var hurðin harðlæst og þótti honum það næsta kynlegt Lögregluþjónninn hafði lykil sem gekk að skránni eða fékk hann á sjúkrahúsinu Síðan opnaði hann húsið En þegar inn var komið sáu þeir að konulík lá á gólfinu við hliðina á líkbörunum en við endann á þeim lá poki sjómannsins með föggum hans í Pálmi Hannesson: Mannraunir. Eftir sögn Brynjólfs Bjarnasonar Að lestri loknum 1 Hvar er Herkastalinn? Við hvaða her er hann kenndur? 2 Af hverju fór maðurinn að elta stúlkuna? 3 Hvernig stóð á því að maðurinn sofnaði inni í ókunnu, niðdimmu húsi? 4 Lýstu átökunum við stúlkuna Voru þau draumur eða veruleiki? 5 Hvaða hús var það sem maðurinn gisti í? 6 Finndu upplýsingar á Netinu um Franska spítalann og skráðu helstu niðurstöður um tilurð hans og sögu 7 Gerðu grein fyrir tíma og umhverfi sögunnar

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=