Gegnum holt og hæðir - rafbók

82 Draugar ærið gustmikil Skiptir það engum togum að hún ræðst á hann þegar og takast með þeim harðar sviptingar Það þykist maðurinn finna að stúlkan reyni jafnan að taka fyrir kverkar honum og er hún svo áköf að hann má hafa sig allan við að verjast Kemur þar að lokum að hún hefur hann undir og nær á honum kverkataki Þykist hann aldrei fyrr í slíka raun komist hafa og neytir ýtrustu orku til þess að verjast meinvætt þessari Tekst honum þá með einhverjum hætti að brjótast á fætur og losa sig En í því vaknar hann og liggur þá á gólfinu ofan á einhverju hrúgaldi, þreifar fyrir sér og þykist finna að það sé lík Varð hann þá gripinn ofsalegri hræðslu, spratt á fætur og var það eitt í hug að komast sem fyrst á brott Litla skímu lagði inn um rifu á hurðinni en ekki aðgætti hann þó frekar hversu umhorfs var í húsinu heldur þaut á dyr og var þá tekið að birta af degi Hleypur hann nú upp götuna uns hann hittir fyrir sér verkamenn nokkra sem voru á leið til vinnu sinnar Sáu þeir þegar hve mjög manninum var brugðið og spurðu hvernig háttað væri um ferðir hans Gat hann lítið sagt þeim í samhengi enda virtist hann blanda saman draumi og veruleika Þó gat hann bent þeim á húsið þar sem hann hafði gist Litu þeir þá hver á annan og þótti sýnt að maðurinn væri eigi með sjálfum sér Hafði hún hann undir og náði á honum kverkataki. gustmikil: áköf, ofsafull meinvættur: óvættur, skaðleg skepna hrúgald: ólöguleg hrúga

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=