Gegnum holt og hæðir - rafbók

69 21. Úlfhildur álfkona Sögugluggi Einu sinni var bóndi á bæ; hann bjó norður við Mývatn Það vatn er svo stórt að ekki er minni vegur utan um það en þingmannaleið Það bar til einu sinni í byrjun túnasláttar þegar fólk var allt að heyvinnu úti á túninu að kona kemur frá vatninu og stefnir að bænum Hún gengur til bónda og biður hann að lofa sér að vera í nótt Bóndi lofar henni það Hann spyr hana að nafni en hún kvaðst heita Úlfhildur Bóndi spyr hana hvaðan hún sé en hún eyddi því Um kvöldið er tekið saman hey hjá bónda og biður Úlfhildur þá um hrífu Rakar hún þá ei minna en á við tvo meðalkvenmenn og þó í gildara lagi væru Næsta morgun vill Úlfhildur raka með hinum vinnukonunum en bóndi kveðst ekki þurfa þess með og lætur á sér heyra að hann helst vilji að hún fari burt Þá fer Úlfhildur að gráta Lofar þá bóndi henni að vera þennan dag Næsta morgun segir bóndi að nú verði hún að fara en þá fer hún að gráta Kennir þá bóndi í brjósti um hana og leyfir henni að vera viku Þegar vikan er liðin kveðst bóndi nú ekki lengur geta haldið hana en það fer eins og fyrr að þá fer Úlfhildur að gráta Verður það þá úr að hann lofar henni að vera sumarið út og verður hún því mjög fegin Öllum á heimilinu líkaði vel við Úlfhildi því enginn þóttist hafa þekkt duglegri, þrifnari eða siðferðisbetri kvenmann Þegar líður undir haustið er það ráðgjört að Úlfhildur skuli vera árið út og litlu seinna er hún föluð til að vera næsta ár Það varð úr að bóndi lofaði henni að vera út árið. þingmannaleið: dagleið ferðamanna að gömlu mati, um 37,5 km er hún föluð: er hún beðin, fengin til að vera, ráðin

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=