Gegnum holt og hæðir - rafbók

35 þá leið sem hún hafði talað Settist Jón í búið eftir föður sinn og tók þar við öllum arfi Snemma um sumarið kvæntist hann bóndadóttur þar í sveitinni Leið svo fram á engjaslátt að ekki bar neitt til tíðinda Eina nótt dreymir Jón þá skessuna Minntist hann þá bónar hennar og rís upp þegar í stað Var þá myrkt af nótt og allra mesta stórviðri og rigning úti Jón biður vinnumann sinn að bregðast fljótt við og ná í reiðhesta sína tvo Vinnumaðurinn gerir það Býst Jón í snatri Kona hans spurði hvert hann ætlaði að fara svona sviplega burtu um nótt og í slíku illviðri Hann vildi ekkert um það segja en bað hana að undrast ekki um sig þó hann yrði nokkra daga í burtu Síðan fer Jón og ríður sem hann má Gekk honum vel og kemur að hellinum Er þá skessan úti og getur aðeins talað nokkur orð við Jón Beið hann þar á meðan hún gaf upp öndina og dysjaði hana síðan þar sem hún hafði til tekið Síðan tók hann brúna klárinn og var hann með reiðingi Kisturnar stóðu úti og voru lyklarnir í Teymdi Jón þá hestinn milli þeirra og smeygði silunum á klakkana Síðan fór hann á stað með allt saman Gekk honum vel norður Settist Jón nú að búi sínu og var þá stórríkur orðinn Bjó hann lengi og vel á föðurleifð sinni Varð hann hinn mesti lánsmaður og vel metinn af öllum Og ekki kann ég þessa sögu lengri Þjóðsögur Jóns Árnasonar Að lestri loknum 1 Eyjarnar í sögunni eru Vestmannaeyjar Finndu þær á kortinu Finndu líka Landeyjasand 2 Af hverju ákvað Jón að gista undir hömrunum sem pabbi hans hafði varað hann við? 3 Hvers vegna var skessan svona góð við Jón? 4 Hvað var sérstakt við önglana sem skessan gaf Jóni? 5 Hvað varð um önglana í lok vertíðarinnar? 6 Hvers vegna urðu vertíðarmenn hræddir við Jón? 7 Hver var síðasta bón skessunnar? 8 Hvernig maður var Jón? Lýstu honum og nefndu dæmi úr sögunni til að styðja mál þitt 9 Hvað gerist sagan á löngum tíma? 10 Finndu nokkur einkenni þjóðsagna í þessari sögu og gerðu grein fyrir þeim dysja: grafa án viðhafnar, utan garðs, (dys: gröf hulin grjóthrúgu) klakkur: standur á klyfbera sem bagginn var hengdur á klyfberi: grind úr tré til að hengja bagga á áburðarhest

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=