Gegnum holt og hæðir - rafbók

34 Tröll vel og dvaldi hann þar hjá henni nokkrar nætur Gaf hann henni bagga sína af brúna klárnum Bón skessunnar Spjölluðu þau nú margt saman, Jón og tröllskessan Sagði hún honum að um veturinn hefðu börnin sín dáið og hefði hún dysjað þau undir hamrinum hjá karlinum sínum sem hún hafði áður misst og dysjað þar í urðinni Hún sagðist hafa leyst af hjá þeim önglana í seinasta róðrinum um leið og hún hefði komið með hestana Spurði kerling hvort Jón hefði frétt nokkuð heiman frá sér en hann sagði það ekki vera Hún sagðist þá geta frætt hann um það að faðir hans hefði dáið um veturinn og þar eð hann væri einbirni ætti hann nú að taka við búinu eftir hann Mundi hann setjast í búið og eignast konu um sumarið og verða hinn mesti gæfumaður Sagðist hún nú að lokum ætla að biðja hann einnar bónar Jón spurði hvað það væri Þá segir kerling: – Ég á nú ekki langt eftir og ætla ég að biðja þig að koma hingað eins fljótt og þú getur ef þig dreymir mig Því ég ætla að biðja þig að dysja mig hjá karlinum mínum og börnum okkar Síðan sýndi hún honum hvar þau væru dysjuð Þar á eftir lauk hún upp afhelli einum og voru þar inni tvær kistur stórar, fullar með alls konar gull og gersemar Sagði hún að kistur þessar ætti hann að eiga eftir sig og brúna klárinn með – Ég verð búin að leggja á þann brúna og hlaða undir svo þú þurfir ekki annað en teyma hann á milli þeirra og krækja silunum upp á klakkana Síðan skildu þau Jón og skessan með kærleikum Segir ekki af ferð Jóns en vel gekk honum norður Var þar eins ástatt og kerling hafði sagt og allt fór á Beið hann þar á meðan hún gaf upp öndina.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=