Gegnum holt og hæðir - rafbók

28 Tröll Gerði þá að þeim ófæra hríð svo þeir fóru afvega og bárust loks fyrir undir stórum steini og hugðu að þeir mundu láta þar lífið Heyra þeir þá að þrammað er að steininum og sjá þeir þar koma ófrýnilega skessu Hún biður þá með sér koma en prestur þorði það varla og fór þó af stað með henni En þar kom að drenginn þraut að ganga Stakk hún honum þá í styttu sína að aftanverðu Og sem þau höfðu farið um stund þraut prest líka göngu Tók þá skessan hann og lét hann koma í styttuna að framanverðu Þrammar hún svo lengi uns hún sprettir þeim úr styttunni í einum hellisdyrum Er þar fyrir ung stúlka og veita þær þeim góða sæng og beina um nóttina En um morguninn spyr skessa prest hvort hann þekki sig ekki Hann kvað nei við Segir hún honum þá að þetta sé dóttir sín og hún hafi þá verið ólétt með léttasóttinni að henni þegar þau fundust á sandinum Situr prestur nú þarna hjá henni í hálfan mánuð og fylgir hún honum síðan aftur á rétta leið Prestur spyr hvað hún vilji að launum hjá sér fyrir alla hjálpina Hún bað hann að gefa sér einu sinni að éta Skilja þau síðan með kærleik miklum En um haustið lét prestur drenginn reka tuttugu sauði gamla og uxa átta vetra gamlan til skessunnar Er mælt hún hafi sent presti aftur ýmsa góðgripi og hélst vinfengi þeirra alla ævi síðan Þjóðsögur og munnmæli Jóns Þorkelssonar Að lestri loknum 1 Finndu Skeiðarársand á landakortinu Skráðu staðsetningu hans 2 Finndu Skálholt á kortinu Leitaðu upplýsinga um sögu staðarins og skráðu helstu niðurstöður 3 Rifjaðu upp gömlu mánaðaheitin Skráðu þau í réttri röð Hvaða mánuðir tilheyrðu hverri árstíð? Hvenær hófst þorrinn á vetri? 4 Milli hvaða jökla liggur Kjalvegur? 5 Drenginn þraut að ganga Hvað merkja þessi orð? 6 Hvernig launaði skessan skólapiltinum hjálpina? 7 Seinna þegar skólapiltur var orðinn prestur launaði hann henni aftur Hvernig? 8 Gerðu nákvæma grein fyrir þeim tíma sem þessi saga gerist á bárust fyrir: létu fyrir berast, áðu, dvöldu um stundarsakir stytta: sítt pils sem bundið hefur verið upp og utan um mitti með snæri beini: gestrisni, veitingar léttasótt: byrjun fæðingarhríða, jóðsótt

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=