Gegnum holt og hæðir - rafbók

18 Galdrar mun komast út Karlmenn voru farnir til vers og ekki aðrir heima en konur og ungmenni er ekki tjáði að letja hann Loftur gekk nú til annars bæjar Þar var aldurhniginn bóndi, heldur óþokkasæll, er var hættur að róa Hvatti Loftur hann til að hvolfa upp litlum bát er hann átti og róa lítið út fyrir landsteina og renna færi sér til skemmtunar Lét bóndi að orðum hans Logn hélst allan daginn en til bátsins hefur aldrei spurst síðan og þótti það undarlegt að ekki rak af honum svo mikið sem árarblað Maður þóttist sjá það af landi að grá hönd loðin hefði komið upp þegar báturinn var kominn út fyrir landsteinana og hefði tekið um skutinn þar sem Loftur sat, og dregið svo allt saman í kaf Þjóðsögur Jóns Árnasonar Grá hönd loðin kom upp úr sjónum og tók um skutinn. til vers: til sjóróðra, ver: veiðistaður, útgerðarstaður ekki tjáði að letja: það þýddi ekki að reyna að fá hann ofan af því að hvolfa upp litlum bát: velta honum við, á réttuna, búa til róðurs Að lestri loknum 1 Finndu Hóla í Hjaltadal á landakortinu Kynntu þér sögu staðarins Skráðu helstu niðurstöður í 40–50 orðum 2 Hvað vildi Loftur láta skólapiltinn gera og hverju hótaði hann honum ef hann brygðist sér? 3 Hvers vegna vildi Loftur ná bókinni Rauðskinnu? 4 Hvers vegna gat Loftur ekki vakið upp hina seinni biskupa? 5 „Þóttist skólapilturinn vita að þar mundi kominn hinn elsti biskup“ Hvað hét hann? 6 Hvers vegna hringdi skólapilturinn klukkunni of snemma? 7 Staðarstaður er frægur kirkjustaður á Vesturlandi Finndu hann á landakortinu 8 Hvernig persóna er Loftur? Lýstu honum eins ítarlega og þú getur 9 Skrifaðu stuttan útdrátt úr sögunni og gættu þess að öll helstu aðalatriði hennar komi fram

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=