Gegnum holt og hæðir - rafbók

17 En svo verður að fara sem auðið er og er útséð um velferð mína en laun þín skulum við samt láta liggja í kyrrþey Endalok Loftur varð nú hljóður mjög og því næst sturlaður svo að hann þoldi ekki að vera einn og kveikja varð ljós fyrir hann þegar rökkva tók Fór hann að mæla fyrir munni sér: – Sunnudaginn í miðföstu verð ég í helvíti og kvölunum Var honum þá ráðið að flýja til prests eins á Staðarstað Hann var þá aldraður, var trúmaður mikill og klerkur besti Batnaði öllum sturluðum eða þeim sem höfðu orðið fyrir gjörningum ef hann lagði hendur yfir þá Loftur leitaði sér hælis hjá honum Kenndi prestur í brjósti um hann og tók við honum Lét hann aldrei við sig skilja nótt né dag, úti né inni Hresstist nú Loftur mikið en þó varð presti aldrei ugglaust um hann Stóð honum mesti stuggur af því að Loftur vildi aldrei biðjast fyrir með honum Þó fylgdi Loftur presti þegar hann vitjaði sjúkra og freistaðra og var þá viðstaddur Bar það þó oft við svo prestur fór aldrei svo að heiman að hann hefði ekki hempu sína, brauð og vín, kaleik og patínu með sér Svona leið nú þangað til laugardaginn fyrir sunnudaginn í miðföstu Var Loftur þá sjúkur og sat prestur fyrir framan hann og hressti hann með kristilegum samræðum En um dagmálabil komu honum orð frá vini hans í sókninni að hann væri kominn að andláti og óskaði að prestur vildi þjónusta sig og búa sig undir guðrækilegt andlát Prestur gat hvorki né vildi neita því Leitaði hann þá til við Loft hvort hann gæti ekki fylgt sér en hann kvaðst hvergi mega hrærast fyrir verkjum og óstyrkleik Prestur kvað honum líka duga mundi ef hann kæmi ekki undir bert loft meðan hann væri burtu Loftur lofaði því Blessaði prestur síðan yfir hann og minntist við hann og fyrir bæjardyrum féll hann á kné og baðst fyrir og gerði krossmark yfir þeim Heyrðu menn hann þá mæla fyrir munni sér: – Guð má vita hvort þessum manni verður bjargað og hvort ekki liggja kröftugri bænir móti honum en mínar Prestur fann síðan manninn er hann var sóttur til, veitti honum alla þjónustu og var viðstaddur við andlát hans En síðan flýtti hann sér af stað og reið hart mjög sem þó var ei venja hans Þegar prestur var farinn hresstist Loftur brátt Veður var hið fegursta og vildi hann því fyrir hvern í miðföstu: fjórði sunnudagur í lönguföstu langafasta: sjö vikna fasta fyrir páska, hefst á öskudegi varð presti aldrei ugglaust: var aldrei óhræddur stóð stuggur af: óttaðist, fylltist óhug kaleikur: bikar notaður við altarisgöngu patína: diskur undir oblátur (líkami Krists, lífsins brauð) dagmál: um klukkan 9 fyrir hádegi minntist við hann: kyssti hann

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=