Gegnum holt og hæðir - rafbók

161 Sigurði heldur sinn peninginn hver. Síðan skildu þeir og varð fátt um kveðjur með þeim. Sigurður var smali í Kalmanstungu nokkur ár og hélt Ingibjörg alltaf í hönd með honum. Síðan kvæntist hann henni og var hjá tengdaföður sínum uns hann dó. Þá varð hann bóndi í Kalmanstungu. Samfarir þeirra Ingibjargar voru hinar bestu og leið þeim vel alla ævi. Þjóðsögur Ólafs Davíðssonar Að lestri loknum 1. Finndu Hjaltadal á landakorti og biskupssetrið Hóla. Lýstu staðháttum eins nákvæmlega og þú getur. Geturðu fundið Kalmanstungu? 2. Gerðu stutta grein fyrir framkomu Hólamanna við Sigurð og segðu skoðun þína á henni. 3. Af hverju lét Sigurður undan félögum sínum? 4. Gerðu grein fyrir því hvernig Ingibjörg brást við þegar Sigurður datt í sýrukerið? 5. Geturðu látið þér detta í hug a.m.k. tvær ástæður fyrir því af hverju Ingibjörg kom svo vel fram við Sigurð? 6. Má finna einhvern boðskap í þessari sögu og hver væri hann þá? 7. Lýstu félögum Sigurðar nákvæmlega. 8. Hver er aðalpersóna þessara sögu og hver er hennar helsti styrkleiki? 9. Finndu að minnsta kosti eina aukapersónu í sögunni og lýstu henni og hlutverki hennar eins vel og þú getur.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=