Gegnum holt og hæðir - rafbók

159 Sýrukerið Svo var háttað í baðstofuhúsinu að þar voru tvö rúm, annað fyrir gafli og var það rúm húsbónda, en hitt undir hlið og þar svaf Ingibjörg Á móti rúmi hennar og frammi við þilið stóð aftur sýruker og voru lagðar yfir það lausar fjalir Sýran var höfð til þess að blanda drykk handa gestum og hollara að láta hana standa í hlýju herbergi en í framhýsi Skáli var í Kalmanstungu Þar voru vermenn jafnan látnir sofa Þá er kominn var háttatími fóru gestirnir fram og lögðust til hvíldar en vöktu nokkra stund til þess að kveða á um tímann er Sigurður skyldi fara inn aftur Þá er Sigurður lagði af stað fóru þeir allir með honum inn að baðstofuhurð til þess að forvitnast um hvernig fara mundi Sigurður fór hljóðlega og gekk á sokkunum en þó heyrðu þeir að lítið eitt hrikti í þilinu er hann klifraði upp á það Þeir höfðu logið að honum hvorum megin rúm Ingibjargar væri því að þeir ætluðust til þess að hann félli ofan í sýrukerið og bóndi vaknaði svo við háreystið Sigurður renndi sér inn af skammbitanum, sporðreisti fjalirnar á sýrukerinu og féll ofan í það Bóndi vaknaði með andfælum við ólætin og spurði hvað á gengi – Það er ekki neitt, faðir minn, svaraði Ingibjörg, kötturinn féll ofan í sýrukerið Þá er Sigurður heyrði hvernig Ingibjörg svaraði föður sínum þóttist hann vita að henni væri ekki með öllu ókunnugt um málefni þetta Hann staulaðist því ofurhægt aftur upp úr kerinu, gekk hljóðlega að rúmi Ingibjargar og spurði hvort hún gæti ekki hjálpað sér fram fyrir – Til hvers komstu inn fyrir? spurði hún og sagði Sigurður henni þá upp alla sögu með fáum orðum Ingibjörg sagði að sig hefði grunað þetta í kvöld og kvaðst halda að hann ætti lítið erindi til þeirra aftur Hann skyldi heldur fara upp í rúmið þótt hann væri votur Sigurður gerði það og svaf hjá Ingibjörgu það sem eftir var nætur Vermennirnir heyrðu andfælurnar í bónda en vissu svo ekkert frekara Þeir stóðu lengi á hleri við baðstofudyrnar en urðu einskis vísari og gengu síðan fram aftur til rúma sinna Smalinn Ingibjörg vaknaði snemma um morguninn og sagði við Sigurð að hann yrði að fara ofan undir sængina í rúminu og bíða þar til þess er hún gerði honum aðvart Síðan klæddust þau feðgin Bóndi fór út að hirða fé sitt og Ingibjörg fór fram í bæ til bústarfa sinna en læsti áður húsinu og lét lykilinn í vasa sinn Hólamenn fóru á fætur, gengu til baðstofu og mötuðust Þeir voru alls staðar að skima eftir Sigurði en sáu hann hvergi Þeir sáu að baðstofuhúsið var læst og gátu þeir því ekki grennslast eftir honum þar en ekki þorðu þeir að spyrja eftir honum Síðan sýruker: stórt ílát undir mjólkursýru sem var notuð til drykkjar, blönduð vatni, kölluð mysa

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=