Gegnum holt og hæðir - rafbók

156 Ýmislegt konu Hann sendi því eftir tengdadóttur hennar, því þeir bræður voru á sjó, sagði henni upp alla sögu og bað hana í öllum bænum að hafa einhver ráð að koma kerlingunni í jörðina svo að sér yrði ekki kennt um kvenvíg og bauð henni stórmikið fé til þess Konan hét þessu og fór heim með kerlingu svo ekki varð vart við og fékk mikla peninga hjá sýslumanni fyrir að losa hann úr þessum vandræðum Eftir það var kerling grafin og gerð útför hennar vegleg en þau Loftur og kona hans komust eftir þetta í mestu kærleika við sýslumann og unnust sjálf hugástum Þjóðsögur Jóns Árnasonar Að lestri loknum 1 Af hverju varð húsfreyja svo tortryggin út í tengdamóður sína? 2 Hvað gerði hún til að láta reyna á trúnað hennar? 3 Hvað finnst þér um það sem húsfreyjan gerði? 4 Lýstu aðgerðum húsfreyju með lík kerlingar 5 Gerðu grein fyrir sögulokum 6 Hvernig er trúverðugleika þessarar sögu háttað? 7 Hvernig endi hefðir þú kosið á þessa sögu 8 Hvað kemur sama orðið oft fyrir í vísunni? Hvaða orðflokkur er það?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=