Gegnum holt og hæðir - rafbók

155 Rekin í gegn með sleddu Um kvöldið þegar þeir bræður komu að og eru búnir að gera að hjá sér fer Björn með eitthvað inn í hjall Sér hann þá hvar kona með skaut er að stela hákarli úr hjallinum Hann grípur þar sleddu stóra og rekur hana í gegn en þekkir að þetta er móðir sín í því hún rýkur út af Honum varð fjarska illt við að hafa drepið móður sína, finnur þó mágkonu sína og biður hana í öllum bænum að leyna með sér þessu ódæði sem sig hafi hent Húsfreyja lætur illa yfir þessu en segist þó muni dylja það sem sér sé auðið Daginn eftir róa þeir bræður enn á sjó en húsfreyja tekur lík kerlingar og fer með það til næsta bæjar Svo stóð á að þar bjó sýslumaður Mikil vinátta hafði verið með sýslumanni og foreldrum þeirra bræðra og eins leit út fyrir að mundi verða með sýslumanni og Lofti bónda Sýslumaður átti hrút sem honum þótti undur vænt um og lét tjóðra hann þar sem best var í túninu og vitjaði hans oft á dag að gamni sínu Nú bar svo vel í veiði að húsfreyja Lofts kemur líki kerlingar þangað sem hrúturinn er tjóðraður án þess nokkur yrði þess var, skautar kerlingu þar og hreyfir upp á henni Síðan tekur hún hrútinn og drepur hann og lætur kerlingu grúfa yfir honum eins og hún sé að gera hann til, fer síðan sjálf burtu svo að enginn sér til ferða hennar Rekin í gegn með sverði Þegar sýslumaður kemur á fætur um morguninn verður honum það fyrst fyrir að vitja um hrússa sinn Sér hann þá hvar kerling situr og sýnist honum hún vera að gera hrússa til Hann reiðist þessum tiltektum kerlingar, dregur sverð sem hann bar við hlið, sem þá var siður, og rekur kerlinguna í gegn En þegar kerling valt út af þekkir hann að þar er vinkona hans gamla Honum féll þetta frámunalega illa að sig skyldi hafa hent sú hrösun að reiðast svo að hann hefði orðið mannsbani fyrir jafnlitla sök og það þessarar Greip hann sveðju sem hann átti í skemmunni og rak þennan vágest í gegn. sledda: stór fiskaðgerðarhnífur hreyfir upp á henni: lagar föt hennar, snyrtir hana

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=