Gegnum holt og hæðir - rafbók

129 kerling stóra flugu sem hafði flogið ofan í tunnuna – Þarna kemur rækalls þjófurinn, segir hún og sýnir karlinum fluguna – Nei, skoðaðu, ótætis flugan sú arna, hún hefur sjálfsagt étið allt smjörið okkar úr tunnunni, segir kerling Karlinn sér að það muni satt vera Sækir hann nú fiskasleggjuna sína og ætlar að rota fluguna Læsir hann þá kotinu svo flugan komist ekki út Ofsækir karlinn nú fluguna og slær til hennar hart og tíðum og brýtur allt og bramlar því aldrei hæfði hann fluguna Loksins varð karlinn uppgefinn og settist niður í bræði En þá kemur flugan og sest á nefið á honum Karl biður þá kerlingu að rota fluguna og segir: – Neyttu meðan á nefinu stendur og er það máltak síðan Kerling reiðir upp sleggjuna af alefli, rekur hana á nefið á karlinum og dauðrotar hann en flugan rækall: fjári, skrambi, ótæti slapp og er órotuð En kerlingin stumrar enn yfir karlinum Þjóðsögur Jóns Árnasonar Að lestri loknum 1 Hvers vegna keyptu karl og kerling smjörtunnuna? 2 Hvaða atburður endurtekur sig í sögunni? 3 Hvers vegna laug kerling að karli sínum? 4 Að hvaða leyti voru nöfn barnanna táknræn fyrir það sem var að gerast í smjörtunnunni? 5 Hvað þýðir máltækið: Neyttu meðan á nefinu stendur? 6 Lýstu kerlingunni eins nákvæmlega og þú getur

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=