Gegnum holt og hæðir - rafbók

126 Ævintýri Þegar tröllin voru fallin hljóp Helga heim í kot hið hraðasta og sótti allt hyski sitt Drógu þau síðan búkana út úr hellinum, báru þar að viðu og kyntu bál mikið og brenndu upp allan þenna óþjóðalýð til kaldra kola Að því búnu tóku þau allt sem fémætt var í hellinum og fluttu heim í karlskot Síðan fær Helga sér smiði marga og smíðaefni og lætur gera sér hús mikið og fagurt og sest þar að Systur hennar urðu ekki að manni því þær voru úrræðalausar, öllu óvanar og kunnu ekkert sem nokkru var nýtt En Helga giftist síðan vænum manni og unnust þau bæði vel og lengi, áttu börn og buru, grófu rætur og muru; smérið rann, roðið brann, sagan upp á hvern mann, sem hlýða kann. Brenni ég þeim í kolli baun, sem ekki gjalda mér sögulaun fyrr í dag en á morgun. Köttur úti í mýri, setti upp á sér stýri. Úti er ævintýri. Þjóðsögur Jóns Árnasonar Að lestri loknum 1 Af hverju öfunduðu systurnar Helgu? 2 Hvernig komst Helga á slóð systra sinna í hellinum? 3 Lýstu híbýlum risans eins vel og þú getur 4 Hvernig fór Helga að því að fá risann til að afhenda sér lyklana að hirslum sínum og híbýlum? 5 Hvernig fékk hún hann til að fara með matarpokann til foreldra sinna? 6 Hver bjó á Melshöfða? 7 Kannast þú við að nafnið Kolrassa krókríðandi hafi verið notað hér á seinni árum? 8 Hvað var einkennilegt við brúðina þegar risinn kom í veisluna með boðsgestina? 9 Hvers vegna fóru boðsgestir að fljúgast á? 10 Finndu fimm lýsingarorð sem eiga vel við um Helgu 11 Finndu þrjú einkenni ævintýris á þessari sögu 12 Endursegðu efni sögunnar í stuttu máli nýtt: nýtilegt bura: kvenyfirhöfn, léleg úlpa eða treyja. Einnig notað sem feluorð í stað e-s annars orðs sem ekki þykir rétt að nefna mura: jarðstönglar tágamuru sem áður fyrr voru notaðir til matar stýri: kattarrófa úti: á enda, búið

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=