Gegnum holt og hæðir - rafbók

125 og spurði hvað hún héti Hún kvaðst heita Kolrassa krókríðandi Hann ávarpar hana enn á þessa leið: – Komstu að Melshöfða, kolskörin þín? Hún mælti: – Kom eg þar Breitt var á bekki; brúður sat á stól; full voru öll ker, svo út úr fló Þá mælti risinn: – Hó, hó, ríðum hart, brúðurin bíður, og boðsmenn hans tóku undir og sögðu: – Hó, hó, ríðum hart, sveinar Síðan skildist Helga við þá og mætti öðrum flokki boðsmannanna; voru þar í skessur einar og tröllkonur Þær yrtu á hana sem risinn: – Komstu að Melshöfða, kolskörin þín? Hún svaraði: – Kom eg þar Breitt var á bekki; brúður sat á stól; full voru öll ker, svo út úr fló Þá mæltu skessurnar: – Hó, hó, ríðum hart, meyjar Eftir það skildu þær Héldu skessurnar til hellisins að Melshöfða en Helga sneri við þegar leiti bar á milli og heim í karlskot og sagði foreldrum sínum og systrum frá hvernig komið væri Dvaldi hún heima litla stund því hún fór af stað aftur að vita hvers hún yrði vör á Melshöfða Nú víkur sögunni til risans og boðsmanna hans Þegar þeir komu í hellinn, sjá þeir borð reist og bekki setta og allt fyrirbúið til fagnaðar; þar með sáu þeir brúðina komna í sæti Gengu þeir því fyrir hana og heilsuðu henni en hún leit hvorki við þeim né laut og þótti þeim það kynlegt og ekki síst brúðgumanum Fóru þeir þá og gættu betur að og sáu hver umbúningur þar hafði verið veittur Fann risinn nú að hann hafði verið gabbaður og sumir gestirnir með honum og hörmuðu hrakfall hans Sumum gestunum þótti aftur risinn hafa gabbað sig er hann hafði boðið þeim til brúðkaups en ætlað að villa fyrir þeim sjónir með trédrumb einum Slóst þar þegar í áflog og því næst drápu hverir aðra, risinn og þeir sem honum fylgdu og hinir er þóttu hann hafa gabbað sig Er það skjótast frá að segja að þar stóð enginn lífs upp og sá Helga á allan þeirra ófagra forgang

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=