Gegnum holt og hæðir - rafbók

106 Ævintýri Örlög Rauðskeggs Áður langt er liðið á daginn er barið Báráður fer til dyra og sér að Rauðskeggur er kominn – Heill sértu, sonur góður, segir hann – Það sértu einnig en ég er ekki þinn son því að ég er sonur karls og kerlingar, segir Báráður – Já, svei kerlingunni, sem soðið drakk og beinin át Hvorki ætlaðist ég til að yrði í þér aflið né vitið – Blessuð veri móðir mín fyrir það, segir Báráður – Ósköp ertu búinn að smíða þarna fallegt hús, sonur góður, segir Rauðskeggur – Og ekki held ég það geti nú heitið, segir Báráður Ég hef verið að dunda við þetta að gamni mínu – Hvað ætlarðu annars að gera með húsið? segir Rauðskeggur – Ég ætla að hafa það til þess að tala við hálfan inni og hálfan úti, segir Báráður – Tala við hálfan inni og hálfan úti Hvernig ferðu að því, sonur góður? – Það skal ég sýna þér Gakktu hérna upp stigann, segir Báráður við Rauðskegg en hljóp sjálfur inn í húsið og upp stigann sem inni var og var fljótari upp en karl Þegar karl kemur upp í gluggann, beygir hann sig inn í húsið En þá höggur Báráður með öxi þvert um bakið svo að sundur tók manninn í miðju en sinn veg féll hvor hlutinn – Svona er nú farið að tala við hálfan inni og hálfan úti, segir Báráður Eftir það fór hann inn og sagði karli og kerlingu hvernig komið var, og bað þau að hjálpa sér að brenna karlinn Þau urðu glöð við þetta og þökkuðu Báráði mjög vel fyrir verkið Var síðan gert bál mikið og Rauðskeggur á það lagður og brenndur upp til kaldra kola Síðan fréttist þetta um kóngsríkið og kom til eyrna konungi Honum þótti þetta Heggur Báráður með öxi þvert um bakið svo að sundur tók manninn í miðju.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=