Gegnum holt og hæðir - rafbók

102 Ævintýri – Ég held ég verði fegin, segir kerling, en ekki hafði ég ætlað að hafa fram hjá karli mínum – Ekki muntu þess þurfa þó að ég hjálpi þér, segir Rauðskeggur og glottir við Seildist hann þá ofan í ána og tók þar silung og fékk henni Síðan sagði hann: – Þú skalt sjóða silunginn og éta en þú mátt hvorki drekka soðið af honum né éta beinin Þegar þú hefur étið silunginn munt þú verða barnshafandi og eignast son Hann verður þú að gefa mér þegar hann er sjö ára og mun ég þá vitja hans Kerling lofaði að gera allt eins og hann vildi og með það skildu þau Kerling fór svo heim með silunginn, sauð hann og át síðan Henni þótti hann góður og langaði í beinin og soðið Það getur ekki gert neitt til þótt ég smakki á soðinu og bíti í beinin, hugsaði hún, þetta hefur náttúrlega verið eintóm vitleysa úr honum Rauðskegg mínum Og með það át hún hvort tveggja Þegar þessu var lokið lagðist hún upp í rúm og lá þar til karl hennar kom heim Þegar hann sá hana varð hann afar reiður og segir: – Þú ert þá hér enn, ólukku dækjan! – Vertu góður við mig, karlinn minn, því að nú finnst mér vera skipt um hagi mína, segir hún – Vertu mér þá velkomin, segir hann Kerling verður léttari Nú líður að þeim tíma að kerling verður léttari og fæðir sveinbarn frítt og efnilegt Þetta varð til mikillar gleði fyrir karl og kerlingu og kom þeim nú mjög vel saman eftir að barnið kom til sögunnar Það var mjög frábært og hét Báráður eftir vilja foreldranna Var hann yndi þeirra og augasteinn Segir nú ekki af þeim fyrr en drengurinn var nærri því sjö ára Þá tekur móðir hans ógleði mikla Þeir feðgar spyrja hvað valdi hryggð hennar Hún var lengi treg til að segja en þó fór svo að hún sagði þeim frá rauðskeggjaða manninum og kaupum þeirra Báráður hló að þessu og sagði að þau mættu verða fegin að losna við sig því að hann væri þeim aðeins til þyngsla Karl og kerling eru nú mjög hnuggin og sorgbitin út af því ef þau þurfi nú að sjá á bak syni sínum sem þeim þótti svo vænt um Nú líður þar til afmælisdagurinn kemur Þá segir Báráður að það sé best fyrir þau karl og kerlingu að fara út í skóg í dag því þeim þyki líklega ekki svo skemmtilegt að sjá þegar Rauðskeggur fari með sig í burtu En til þess að þau gætu eitthvað gert sagði hann þeim að fara með rekkjuvoðirnar úr rekkjum sínum og tína úr þeim flær og lýs Þau kvöddu þá son sinn með miklum harmi og lögðu af stað með rekkjuvoðirnar Þegar þau voru farin fór Báráður inn, settist á pallinn og var alls ókvíðinn Að stundu liðinni var drepið á dyr og gekk Báráður til dyra Sá hann þá að lágur maður rauðskeggjaður stóð við bæjardyrnar Hann kastar kveðju á Báráð og segir: að hafa fram hjá: vera ótrú, halda fram hjá dækja: flenna, drusla rekkjuvoðirnar: sængurfötin

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=