Gegnum holt og hæðir - rafbók

101 28. Báráður Sögugluggi Einu sinn var karl og kerling í koti Þau áttu ekkert barn Þótti þeim það mjög leiðinlegt en gátu ekki að gert Þeim varð oft sundurorða út af þessu og kenndu hvort öðru um Að lokum varð fullkomið ósamlyndi á milli þeirra og rifrildi, því að hvorugt vildi meðkenna að það væri sér að kenna, að þau gátu ekki eignast krakka Karlinn fór þá í burtu í reiði sinni og kvaðst skyldu ganga næst lífi hennar ef hún yrði ekki komin í burtu þegar hann kæmi heim aftur Þegar karl var farinn lagðist kerling upp í rúm og grét beisklega því að henni þótti vænt um bónda sinn Þegar hún hugði að tími væri kominn til þess að sjá fyrir miðdegismatnum reis hún á fætur og fór að sækja vatn í á sem rann nálægt kotinu Þegar hún kemur að ánni sér hún lágan mann, rauðskeggjaðan, sitja á steini í miðri ánni Hann kastar kveðju á kerlingu og spyr: – Hvers vegna liggur svo illa á þér? Hún svarar: Bóndi minn er svo vondur við mig af því við eigum ekkert barn og nú hefur hann skipað mér í burtu Þetta hryggir mig mjög mikið – Viltu að ég hjálpi þér? segir hann Sá hún lágan mann, rauðskeggjaðan, sitja á steini í miðri ánni. verða sundurorða: deila, rífast meðkenna: viðurkenna

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=