Gegnum holt og hæðir - rafbók

99 – Góðan daginn, kóngur minn Ég var að hugsa um hvort ég ætti ekki að segja þér svo sem eins og eina sögu, sagði hann – Ójú, góði gerðu það, ég hef enga sögu fengið í dag, sagði kóngur Og svo hóf strákurinn söguna: – Það var hérna um daginn að hún mamma mín gamla var að þeyta flautir í stórri skál Hún þeytti og þeytti þangað til skálin var orðin svo full að út af flóði og enn hélt hún áfram að þeyta Flautirnar runnu út um gólfið og svo út úr kofanum, yfir tún og engi og á endanum var allt komið í kaf Ég gekk út og litaðist um en hvergi sá ég neitt nema þetta hvíta flautaþykkni Jafnvel hæstu fjallatindar voru í kafi Þegar ég hafði staðið þarna dágóða stunda sá ég allt í einu einhvern dökkan díl í miðri breiðunni Og þegar ég fór að gá betur sá ég að þetta var agnarlítil færilús Og trúir kóngur því að þegar allt er komið í kaf í heiminum geti ein lítil færilús staðið upp úr? – Já, þessu trúir kóngur því margt er skrítið í náttúrunnar ríki – Ég fór að skoða færilúsina og þá sá ég að í rassinum á henni var skráargat með stórum lykli í Ég sneri lyklinum og þá opnuðust dyr og ég gekk inn um þær Og trúir kóngur því að hægt sé að ganga inn í annan endann á svona lítilli færilús? – Já, þessu trúir kóngur því margt er skrítið í náttúrunnar ríki – Ég sá að ég var staddur í löngum og miklum gangi Ég gekk ganginn á enda og kom þá að háum stiga Ég gekk upp stigann og í honum taldi ég 24 tröppur Þá kom ég í geysistóran fagurlega skreyttan sal Inn af honum var annar salur enn stærri og veglegri Og trúir nú kóngur því að allt þetta hafi rúmast inni í einum færilúsarrrassi? – Já, þessu trúir kóngur því margt er skrítið í náttúrunnar ríki Í rassi lúsarinnar opnuðust dyr og strákur kom inn í stóran gang. flautir: þeytt undanrenna

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=