Gegnum holt og hæðir - rafbók

98 Ævintýri 27. Sagan af færilúsarrassinum Sögugluggi Einu sinni var kóngur í ríki sínu Hann var þannig gerður að hann vildi alltaf láta segja sér sögur og það var sama hvað vitlausar og ótrúlegar þær voru, alltaf sagði kóngurinn: – Þessu trúir kóngur því margt er skrítið í náttúrunnar ríki Dag eftir dag urðu ráðgjafarnir og hirðmennirnir að sitja við að segja honum sögur og á endanum voru þeir búnir með allar sögurnar sínar og enginn nennti að búa til nýjar En kóngurinn var ekki af baki dottinn Hann lét þau boð út ganga að hver sá sem gæti sagt sér svo ótrúlega sögu að hann tryði henni ekki skyldi að launum fá kóngsdótturina og hálft kóngsríkið og allt eftir sinn dag Nú streymdu ungir og efnilegir menn til hallarinnar til að segja sögur og reyna að vinna kóngsdótturina og alla þessa dýrð En það var sama hversu ótrúlegar og makalausar sögur þeir sögðu, alltaf sagði kóngurinn: – Þessu trúir kóngur því margt er skrítið í náttúrunnar ríki Og einn af öðrum sneyptust þeir í burtu, uppgefnir á þessum undarlega kóngi sem trúði öllu sem í hann var logið En kóngurinn var hæstánægður því nú gat hann setið frá morgni til kvölds og hlustað á sögur Skammt frá konungshöllinni bjó karlssonur í koti með móður sinni Einn daginn sagði hann við gömlu konuna: – Pressaðu nú skárri leppana mína, móðir góð, því nú ætla ég að fara til hallarinnar á morgun og segja kónginum sögu Hver veit nema ég vinni kóngsdótturina – Þú til hallarinnar, ég held þú sért ekki með öllum mjalla, svaraði kerling – Nú, því skyldi ég ekki geta skrökvað einhverri vitleysu í kónginn eins og hver annar, sagði strákur Gerðu nú eins og ég segi Og kerlingin pressaði fötin og strauk og morguninn eftir gekk strákurinn á fund konungs var ekki af baki dottinn: gafst ekki upp ekki með öllum mjalla: ekki heill á geði, brjálaður

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=