Page 8 - Dagskrá námsefnissýningar 2012

Basic HTML Version

www.nams.is
8
skráning á
KL. 13
Barnasáttmálinn (Barnaheill – Save the Children á Íslandi, UNICEF á Íslandi og
umboðsmaður barna, stofa H 202 kl. 13:00)
Kynning á Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, mannréttindum barna og vefnum www.barnasattmali.is.
Á vefnum er finna bæði gagnvirkt efni fyrir nemendur og hugmyndir fyrir kennara um notkun vefsins í
kennslu. Umsjón: Margrét Júlía Rafnsdóttir, Bergsteinn Jónsson og Bára Sigurjónsdóttir.
Clicker 6: Margmiðlunarforrit fyrir nám og kennslu (A4 Skólavörubúð, stofa H 204
kl. 13:00)
Kynning á margmiðlunarforritinu Clicker 6, nýjustu útgáfunni sem kom út í byrjun þessa árs. Að
vinna með texta verður skapandi og skemmtilegt þegar tal og myndir eru notaðar. Fjalar mun m.a.
fjalla um muninn á Clicker 6 og eldri útgáfu. Clicker er notaður í yfir 90% grunnskóla á Bretlandi. A4
Skólavörubúðin er dreifingaraðili Crick Software, framleiðanda Clicker, á Íslandi. Umsjón: Sigurður Fjalar
Jónsson, kennari við FB.
Echo Smartpenninn (A4 Skólavörubúð, stofa H 203 kl. 13:00)
Öflugasti og notendavænsti Smartpenninn frá Livescribe! Glæsileg hönnun með góðu gúmmígripi.
Echo Smartpenninn eykur árangur í námi, leik og starfi. Taktu upp hljóð og glósur, vistaðu, leitaðu og
skipulegðu, hlustaðu, sendu og deildu glósum með öðrum. Þá dugar penninn einnig í námsmati. Echo
Smartpenninn hentar kennurum og nemendum á öllum skólastigum, foreldrum og fyrirtækjum.
Danska fyrir 10. bekk (Stoðkennarinn, stofa H 206 kl. 13:00)
Dönskuefni Stoðkennarans margfaldaðist að vexti seinasta skólaár þegar Lesbók bættist við málfræðiheftið
og orðaforðaæfingarnar. Þessi nýi og framsækni námspakki var styrktur af Nordplus og sameinar flesta
þætti dönskunáms: lestur, hlustun, ritun og framburð. Nemandi hefur aðgang að tæpum tuttugu köflum
sem hver snýst um einn texta. Hann vinnur ýmis verkefni í tengslum við textann (eyðufyllingar, kross-
gátur, hlustunaræfingar …) og er áhersla lögð á að textarnir veki áhuga nemenda. Einnig hefur nemandi
aðgang að sérstöku svæði til að skila inn ritunarverkefnum og upplesnum textum. Kennari getur farið
yfir framlag nemandans í sérhönnuðu forriti og skilað einkunn og athugasemdum í gegnum kerfi vefsins.
Hægt er að prenta út texta og aukaverkefni á pdf-formi af vef. Umsjón: Starkaður Barkarson.
Hljóðasmiðja Lubba (Forlagið, stofa H 209 kl. 13:00)
Nýtt Lubbaefni sem eflir hljóðvitund, styður við framburð, eykur orðaforða og leggur grunn að lestrar-
námi og ritun. Bókin
Lubbi finnur málbein
hefur verið notuð til málörvunar og hljóðanáms barna í leik-
skólum og yngstu bekkjum grunnskóla með góðum árangri. Byggt er á aðferð sem nefnist „Hljóðanám
í þrívídd“. Væntanlegt er nýtt og áhugavert Lubbaefni sem ber heitið
Hljóðasmiðja Lubba
. Börnum er
komið á sporið í lestrarnámi auk þess sem lagt er upp með byrjendafærni í ritun og farið dýpra í kynningu
á eðli og myndunarstað íslensku málhljóðanna með stuðningi táknrænna hreyfinga, hljóðstöðumynda á
aðgengilegum spjöldum, orðalistum fyrir hvert málhljóð, rímorðum o.fl. Lögð verður áhersla á að börn
geri sér grein fyrir tengslum hljóða og bókstafa sem talið er að ráði úrslitum um gengi í lestrarnámi. Þar
koma við sögu málbein Lubba í litum „Hljóðaregnbogans“, sem taka mið af myndunarstað hljóða. Efnið
býður upp á fjölbreytta vinnu með börnum á leik- og grunnskólaaldri, hvort sem þau glíma við frávik í
málþroska af ýmsum toga eða tileinka sér málið án vandkvæða. Einnig má nefna gildi efnisins fyrir nýja
Íslendinga á öllum aldri. Umsjón: Eyrún Ísfold Gísladóttir og Þóra Másdóttir.