Page 7 - Dagskrá námsefnissýningar 2012

Basic HTML Version

www.nams.is
7
skráning á
að verkefni bókanna reyni á rökhugsun, skilning og færni einstaklingsins til að skipuleggja
nám sitt í nútíð og framtíð. Umsjón: Guðbjörg Grímsdóttir, Guðbjörg Dóra Sverrisdóttir og
Kristjana Hallgrímsdóttir.
Íslendingasögur.is (Forlagið, stofa H 203 kl. 11:00)
Vefurinn islendingasogur.is er fjölskyldu- og kennsluvænn fræðsluvefur um miðaldabók-
menntir. Textinn er saminn af Brynhildi Þórarinsdóttur, rithöfundi og dósent við Háskólann
á Akureyri. Vefurinn tengist endursögnum Brynhildar á Íslendingasögunum, Njálu, Eglu og
Laxdælu sem notið hafa mikilla vinsælda undanfarin ár. Á vefnum er einnig fjallað um
söguöld / víkingaöld, bókagerð á miðöldum og margt fleira sem tengist Íslendingasögunum
á einn eða annan hátt, auk þess sem sumar persónur sagnanna halda þar úti bloggi.
Vefurinn inniheldur kennsluleiðbeiningar fyrir kennara og fjölbreytt verkefni fyrir nem-
endur. Umsjón: Brynhildur Þórarinsdóttir.
Skóli og skólaforeldrar – Ný sýn á samstarfið um nemandann
(Stofa K 207 kl. 11:00)
Höfundur kynnir bókina
Skóli og skólaforeldrar – ný sýn á samstarfið um nemandann
sem er einkum skrifuð fyrir grunnskólakennara, foreldra grunnskólabarna, kennaranema
auk stjórnenda og stefnumótunaraðila í skólamálum. Vaxandi krafa er á samstarf forelda
og skóla í lögum um grunnskóla. Þetta er í samræmi við áherslu á lýðræðislegan rétt ein-
staklingsins til að hafa áhrif á mál sem snerta hann og fjölda rannsókna sem sýna að áhrif
foreldra á námsárangur og líðan barna sinna í skólastarfinu eru mjög mikil. Þessar stað-
reyndir gera m.a. nýjar kröfur til fagmennsku kennara. Umsjón: Nanna Kristín Christiansen.
Menntamálaráðuneytið (Stofa H 207 kl. 11:00)
Í málstofunni verður kynnt ný aðalnámskrá í erlendum tungumálum. Umsjón: Auður Torfadóttir.
Kjarnorkuárásirnar á Hírósíma og Nagasaki og afleiðingar þeirra
(Stofa K 208 kl. 11:00)
Kennsluefni fyrir 9. og 10. bekk í tengslum við ljósmynda-, fræðslu- og minjasýningu frá ágúst
til október 2012, með áherslu á samfélagsgreinar og náttúruvísindi. Sýningin verður bæði haldin
í Reykjavík og á Akureyri. Kennsluefnið verður aðgengilegt á vefsíðu sýningarinnar.
Sett hefur verið saman vefsíða og verkefnamappa fyrir nemendur í tengslum við sýningu
um kjarnorkuárásirnar á Hírósíma og Nagasaki og afleiðingar þeirra. Sýningin verður haldin í
Borgarbókasafni, Háskóla Íslands og Hofi menningarhúsi á Akureyri. Inni á vefsíðunni er m.a.
að finna efni til fræðslu um árásirnar, afleiðingar þeirra og stöðu kjarnorkuvopnamála í dag.
Hægt er að skoða fræðsluefnið á glæruformi. Nemendur geta tekið gagnvirkt próf úr efninu.
Verkefnamappan fyrir nemendur inniheldur bæði verkefni fyrir sýninguna og skólastofuna.
Vefsíðan hentar vel sem grunnur fyrir þá kennara sem kjósa að setja saman sín eigin verkefni
um efnið. Slóðin á heimasíðuna er
www.HirosimaNagasaki.is
Kynningin er á vegum The Nagasaki National Peace Memorial Hall for the Atomic Bomb í sam-
starfi við utanríkisráðuneyti, Borgarbókasafn, Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur við Háskóla
Íslands, Hof menningarhús á Akureyri o.fl. Umsjón: Margrét S. Björnsdóttir.