www.nams.is
9
skráning á
Ushborne English – Enskukennsla (Rósakot K 207 kl. 13:00)
Kynntur bókaflokkurinn
Usborne English
, úrval lestrarbóka úr Usborne Reading Programme
sem eru ætlaðar til stuðnings við nám og kennslu í ensku, bæði í skólastofunni og í sjálf-
stæðu námi nemenda en eru ekki hefðbundnar kennslubækur í ensku. Þetta eru lestrar-
bækur í fimm þyngdarflokkum og efnisvalið er blanda skáldskapar og fræðsluefnis. Þannig
geta nemendur bæði fundið eitthvað sem tengist þeirra áhugasviði og byggt smám saman
upp orðaforða og úthald við enskunámið í gegnum hvert þyngdarstig. Öllum bókunum
fylgir CD-hljóðdiskur þar sem textinn er lesinn bæði með breskum og amerískum fram-
burði, kennsluleiðbeiningar, verkefni fyrir nemendur og svör við þeim sem eru aðgengileg
á netinu. Bækurnar eru frá barnabókaútgáfunni Usborne Publishing í Bretlandi sem er
„Children‘s Publisher of the year 2012“. Barnabókaútgefandi ársins 2012.
Orðabækur fyrir börn (Forlagið, stofa H 203 kl. 13:00)
Kynntar verða orðabækurnar
Íslensk barnaorðabók
,
Barnaorðabók, Ensk-íslensk, íslensk-
ensk orðabók
og
Íslensk-ensk, ensk-íslensk
vasaorðabók ásamt helstu notkunarmöguleik-
um vefsins
snara.is
. Íslenskri barnaorðabók fylgja verkefnahefti ætluð nemendum á yngsta
stigi og miðstigi og ensku barnaorðabókinni fylgja kennsluhugmyndir. Farið verður yfir þau
atriði sem lögð voru til grundvallar við gerð bókanna og hvernig þær geta nýst í kennslu
og til að venja börn á að nota orðabækur.
Íslensk-ensk, ensk-íslensk vasaorðabók
kemur
út í haust og er fyrst og fremst hugsuð fyrir unglingastig og framhaldsskólanema. Einnig
verður farið yfir þau uppflettirit sem eru aðgengileg á snara.is og helstu uppflettimöguleika
þar. Umsjón: Laufey Leifsdóttir.
Krakkaskák (Stofa H 001 kl. 13:00)
Skák í alla skóla og undirtitill: hvernig á að nota vefsíðuna krakkaskak.is í kennslustund.
Það skiptir sköpum að börnin fái persónulega kynningu og hjálp við að komast af stað í
skákíþróttinni til að áhugi kvikni og þau kynnist möguleikum sem krakkaskak.is hefur upp
á að bjóða.
Krakkaskak.is
heldur úti fréttabréfi skákkennara sem miðla reynslu sinni í mál-
efnum sem lúta að skákkennslu. 30 mínútna kynning um hvernig er hægt að nota vefinn í
kennslustund. Umsjón: Siguringi Sigurjónsson.
Lifandi lífsleikni (Stofa K 208 kl. 13:00)
Eru fjöllin blá? er bók ætluð börnum á aldrinum 4–10 ára og hentar vel sem lífsleikniefni
bæði í leik- og grunnskóla. Í bókinni eru 10 stuttar sögur með siðferðisklípum. Sókratískar
spurningar fylgja hverri sögu og hvetja þannig til umræðu.
Huxarinn er verkefnabók í jafnréttisfræðslu á unglingastigi grunnskóla. Verkefni bókarinnar
eru 30 og snúast um jafnréttisfræðslu, staðalímyndir, fjármálalæsi, gagnrýna hugsun og
kynlíf. Bókin byggir á samræðu milli nemenda og kennara og fylgir kennarakver hverju
bekkjarsetti. Umsjón: Íris Arnardóttir.
Menntamálaráðuneytið (Stofa H 207 kl. 13:00)
Í málstofunni verður kynnt ný aðalnámskrá í list- og verkgreinum. Umsjón: Kristín Valsdóttir.