Page 6 - Dagskrá námsefnissýningar 2012

Basic HTML Version

www.nams.is
6
skráning á
Menntamálaráðuneytið (Stofa H 207 kl. 9:00)
Í málstofunni verður kynnt ný aðalnámskrá í náttúrugreinum. Umsjón: Allyson Macdonald.
paxel123.com (Anna M. Ólafsdóttir, stofa H 001 kl. 9:00)
Náms- og leikjavefurinn
paxel123.com
var formlega tekinn í notkun haustið 2011. Á
vefnum eru leikir fyrir elstu börn leikskólans og yngri börn grunnskólans og tengjast þeir
flestir stærðfræði og móðurmáli. Leikirnir henta einnig vel sem ítarefni í sérkennslu þ.m.t.
við kennslu tvítyngdra barna. Aðgangur að vefnum er ókeypis, þar eru og verða engar aug-
lýsingar og engum persónulegum upplýsingum er safnað um notendur. Leikina er hægt að
spila á sjö tungumálum og flestir þeirra hafa a.m.k. þrjú erfiðleikastig. Rímlottó, Stafarugl,
Mynstur, Speglun og Formapúsl eru meðal þeirra leikja sem nú er að finna á vefnum. Fleiri
leikir eru væntanlegir á næstu mánuðum auk þess sem fleiri tungumál munu bætast við.
Umsjón: Anna Margrét Ólafsdóttir.
KL. 11
CleverBoard 3: Gagnvirka kennslutaflan með Lynx forritinu
(A4 Skólavörubúð, stofa H 204 kl. 11:00)
Kynningin fjallar um ávinninginn af CleverBoard 3, gagnvirku snjalltöflunni eins og hún
hefur stundum verið nefnd. Ávinningur vélbúnaðar og hugbúnaðar (Lynx 4) fyrir nám og
kennslu verður útlistaður. Búið er að þýða hugbúnaðinn sem fylgir töflunni á íslensku. Hann
gengur jafnframt á allar gagnvirkar töflur! A4 Skólavörubúðin er dreifingaraðili Sahara,
framleiðanda CleverBoard 3, á Íslandi. Umsjón: Gauti Eiríksson, kennari við Álftanesskóla.
Gagnvirkni: now!Board frá Learning Resource (A4 Skólavörubúð, stofa H
203 kl. 11:00)
now!Board™ er nýtt og óvenjulegt ferðasett til að breyta hvaða fleti sem er í gagnvirka
töflu! Þú notar skjávarpa og now!Board til að að gera námsefnið í tölvunni þinni og á vefn-
um gagnvirk og spennandi fyrir allan nemendahópinn. Ávinningur: Kostar helmingi minna
en ódýrasta gagnvirka taflan á markaðnum í dag og mjög notendavænt! now!Board™ er
bæði fyrir Mac og PC . Einnig verður kynnt einföld og notendavæn Vef- og skjalamyndavél
– HUE Visualiser – sem gagnast vel sem jaðartæki við now!Board.
Líffræði og stærðfræði (IÐNÚ, stofa H 209 kl. 11:00)
Kynning á splunkunýjum og spennandi fræðslubókum fyrir börn á mið- og unglingastigi
um líffræði og stærðfræði sem upplagðar eru sem stoðefni í þessum fögum. Bækurnar
eru þýddar, staðfærðar og yfirlesnar af grunnskólakennurum m.a. til að aðlaga þær að
kennsluefninu. Umsjón: Heiðar Ingi Svansson.
Skerpa (Forlagið, stofa H 201 kl. 11:00)
Höfundar kynna
Skerpu
1, 2 og 3 sem hafa verið kenndar í fjölmörgum grunnskólum um
allt land síðastliðin ár. Í haust er væntanleg ný útgáfa af Skerpu 2 og að auki gagnvirk
útgáfa með ýmsum spennandi möguleikum. Ný lausnahefti eru væntanleg með Skerpu 1 og
2. Námsefnið samanstendur af verkefnabókum fyrir hvern árgang og vef fyrir bæði nem-
endur og kennara. Uppbygging verkefnabóka allra árganganna er sú sama. Hver bók skiptist
í 8 til 10 lotur og áætlaður vinnutími hverrar lotu er þrjár vikur. Mikil áhersla er lögð á