Page 5 - Dagskrá námsefnissýningar 2012

Basic HTML Version

www.nams.is
5
skráning á
Aðrir útgefendur og þátttakendur
KL. 9
Hlusta.is (Stofa H 202 kl. 9:00)
Hlusta.is býður mikið úrval hljóðbóka á netinu og nú einnig hlustunaæfingar og verk-
efni sem nýtast vel í skólastarfi. Æfingarnar eru 90 að tölu og skiptast í sex þyngdarstig.
Þær henta vel fyrir mið- og efsta stig grunnskólans en glöggir krakkar, þótt yngri séu,
geta leyst þær léttustu. Verkefnin er hægt að leysa um leið og hlustað er. Slík vinna þjálfar
hlustun og eftirtekt. Þau eru leyst annað hvort gagnvirkt á tölvu eða með því að nota
útprentanleg krossavalblöð. Verkefnin er hægt að vinna sem einstaklings- eða hópverkefni.
Til að þjálfa athygli og minni eru verkefnin leyst eftir að hlustað er.
Stoðkennarinn og Sunflower: Gagnvirk kennsluforrit í ársáskrift
(Stoðkennarinn og A4 Skólavörubúðin – stofa H 204 kl. 9:00)
Sunflower fyrir náttúruvísindi er samsafn 27 gagnvirkra kennsluforrita sem ná til allra nátt-
úruvísinda ásamt verkfæraforritum til að kanna sérhvert umfjöllunarefni nánar. Forritin
búa yfir margs konar notkunarmöguleikum og áskorunum fyrir nemendur og hvetja þá til
að spyrja spurninga eins og: „Hvað ef?“ A4 Skólavörubúðin er dreifingaraðili Sunflower
foritanna á Íslandi, til uppsetningar í tölvukerfi skóla eða sem æviáskrift á vef. Nú býður
Stoðkennarinn í samstarfi við A4 upp á ársáskrift sem hentar sérstaklega vel þeim sem
vilja prófa efnið án þess að skuldbinda sig til lengri tíma. Umsjón: Starkaður Barkarson,
framkvæmdastjóri Stoðkennarans og Gauti Eiríksson, kennari við Álftanesskóla.
Boardmaker Plus v.6: Margmiðlunarforrit fyrir nám og kennslu (TMF og
A4 Skólavörubúð, stofa H 203 kl. 9:00)
Með Boardmaker Plus er hægt að búa til lifandi kennsluefni á skjá eða til útprentunar
á einfaldan og handhægan hátt. Ýmis verkefnasöfn fylgja forritinu sem spara tíma og
fyrirhöfn notenda. Boardmaker Plus er úrvals kennsluforrit fyrir alla aldurshópa og nýtist
ýmsum námsgreinum, í sérkennslu, á sambýlum, á heilbrigðisstofnunum og á heimilum.
Umsjón: Sigrún Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri TMF.
Fyrstu skrefin í stærðfræði- og lestrarnámi (Steinn.is, stofa H 206 kl. 9:00)
Ætlað leikskólakennurum, kennurum á yngsta stigi, sérkennurum og þroskaþjálfum
.
Kynning á leikjum og léttum æfingum, fyrir samverustundir, útikennslu og stöðvavinnu,
sem eflir undirstöður lestrarnáms, talnaskilning og talnaleikni. Lögð er áhersla á mikil-
vægi samræðna, hlutbundinnar vinnu, og leiks í kennslu yngstu nemenda og í sérkennslu.
Kynntar verða handbækurnar
Ég get lesið
og
Tölur og stærðir
í leik og starfi eftir Kristínu
Arnardóttur.
LÍFSLEIKNI – Listin að vera leikinn í lífinu (Stofa K 207 kl. 9:00)
Höfundur kynnir handbók sína LÍFSLEIKNI þar sem teknar eru saman hugmyndir um hvernig
fólk getur bætt líf sitt, einfaldað það og jafnvel séð það í nýju ljósi. Í bókinni er bent á
fjölmargar leiðir til að auka með sér hæfni, skilvirkni og hamingju. Um er að ræða upp-
flettirit fyrir nemendur og leiðbeinendur þeirra, hvort sem það er innan menntastofnunar,
í tómstundastarfi, félags-og/eða leiðbeinendastarfi, innan veggja heimilisins eða á öðrum
vettvangi. Bókin kemur m.a. inn á heimspeki, vísindi, menntun, trú, félagsfræði, sálfræði og
bæði andlega og líkamlega velferð. Umsjón: María Jónasdóttir.