www.nams.is
4
skráning á
Danska (Stofa H 202 kl. 11:00)
Fjölbreytt kennsluefni í dönsku á mið- og unglingastigi
Ásdís Lovísa Grétarsdóttir og Erna Jessen kynna nýtt námsefni í dönsku:
• Lyt og se
sem eru stuttir myndbandsþættir með gagnvirkum verkefnum.
• Sérkennsluefni í tengslum við
Tænk
.
• Gagnvirkur kennsluvefur fyrir byrjendur sem byggist á bókunum
Start
og
Smart.
Einnig verður sagt frá fyrirhuguðu námsefni fyrir 9. bekk, þ.e. kynnt inntak og áherslur.
Íslenska á unglingastigi (Stofa H 205 kl. 11:00)
Fjölmiðlalæsi
á unglingastigi. Bókin tekur fyrir auglýsinga- og fjölmiðlalæsi. Nemendur fá
greiningardæmi úr fréttum og auglýsingum og fjölbreytt verkefni eru í bókinni til þjálfunar.
Athygli nemenda er beint að því áreiti sem er í nærumhverfi þeirra og hvernig hægt er að lesa
úr því, meta og taka sjálfstæðar ákvarðanir. Höfundurinn, Davíð Stefánsson, kynnir.
Mér er í mun
er nýtt efni í bókmenntum fyrir unglingastig. Þar er að finna texta allt frá
okkar tímum aftur til Hávamála. Í bókinni eru fjölbreytt verkefni, umræðuefni og vangaveltur.
Anna Steinunn Valdimarsdóttir og Ingibjörg Sigtryggsdóttir tóku saman, sömdu verkefni og
samantekt um höfunda. Þær munu kynna efnið og benda á leiðir og hugmyndir við notkun og
kennslu á bókinni. Umsjón: Sigríður Wöhler.
KL. 13
Að sitja fíl (Stofa H 208 kl. 13:00)
Fjallað verður um bókina
Nám í skóla um hamingju og velferð – Að sitja fíl.
Bókin hefur
að geyma fjölda hagnýtra hugmynda og ráða um hvernig hægt er að stuðla að líkamlegri,
andlegri og félagslegri vellíðan. Áherslur bókarinnar byggjast m.a. á hugmyndum jákvæðrar
sálfræði. Umsjón er í höndum Ásdísar Yngvadóttur.
Spjaldtölvur – Málþing (Námsgagnast. og Skólavefurinn, stofa H 201 kl. 13:00)
Kennarar úr Heiðarskóla í Reykjanesbæ, Norðlingaskóla og Vogaskóla segja frá reynslu
sinni af notkun á spjaldtölvum (iPad) og lesbrettum (Kindle) í kennslu. Sólveig Jakobsdóttir,
Skúlína Kjartansdóttir og Ingvar Sigurgeirsson greina frá fyrstu niðurstöðum rannsókna sinna
í Norðlingaskóla og Vogaskóla. Umræður og fyrirspurnir eftir innlegg. Umsjón: Guðríður
Skagfjörð Sigurðardóttir.
Skapandi vinna, þematengingar og nýjar áherslur í Geisla 1-3 (Stofa H 101
kl. 13:00)
Á fræðslufundinum verður kynnt ný útgáfa af stærðfræðinámsefninu Geisla 1–3. Uppbygging
námsefnisins verður kynnt og helstu breytingar sem gerðar hafa verið við endurskoðun þess.
Fjallað verður um kennsluhætti og gefin dæmi um hvernig vinna má með einstaka inntaksþætti
og þemu út frá grunnbókum. Einnig verða þemahefti sem fylgja námsefninu kynnt og ræddar
hugmyndir um notkun þeirra. Umsjón: Guðbjörg Pálsdóttir og Guðný Helga Gunnarsdóttir.
Viskuveitan – Samþætting námsgreina á skólasöfnum (Stofa H 205 kl. 13:00)
Viskuveitan er vefur með samþættum verkefnum í upplýsingatækni, íslensku, náttúrufræði,
samfélagsfræði og ensku fyrir 1.–10. bekk. Höfundar eru Fríða Haraldsdóttir, Margrét
Sólmundsdóttir, Kolbrún Hjaltadóttir og Ingibjörg Baldursdóttir grunnskólakennarar og þær
sjá jafnframt um kynninguna á vefnum.