www.nams.is
3
skráning á
Íslenska á miðstigi – Þemahefti (Stofa H 205 kl. 9:00)
Kynntar verða bækurnar
Stöngin inn
og
Gjallarhorn
. Stöngin inn er fyrsta bókin í lesflokki
þar sem umfjöllunarefni verður af ýmsum toga og tengist áhugasviði nemenda. Höfundur er
Helgi Grímsson. Í þessum bókum verður áhersla lögð á að þjálfa lestur og vinna með textann.
Gjallarhorn er einnig fyrsta bókin í nýjum flokki þemahefta. Í þessari bók verður fjallað um
fjölmiðla og nemendur settir í spor þeirra sem starfa á fjölmiðlum. Með því móti þjálfast þeir í
lestri, fjölmiðlalæsi, ritun, samvinnu og öðrum fjölbreyttum vinnubrögðum sem tengjast vinnu
við fjölmiðil. Hver nemandi skoðar hvaða svið hentar honum best og velur sér verkefni sam-
kvæmt því. Davíð Þór Jónsson er höfundur Gjallarhorns. Helgi Grímsson er ennfremur höfundur
kennsluleiðbeininga við báðar bækurnar og mun kynna þær. Umsjón: Sigríður Wöhler.
KL. 11
Vefsíða um aftakaveður (Stofa H 001 kl. 11:00)
Naturfagsentret í Noregi, Finish Board of Education og Kaupmannahafnarháskóli hafa
þróað vefsetur um veður sem hluta af menntun til sjálfbærrar þróunar. Þema verkefnisins
er veðuröfgar af ýmsu tagi. Námsgagnastofnun mun opna aðgang að vefsíðunni á heima-
síðu sinni, en á fundinum verður efnið kynnt og rætt um þá möguleika sem það býður upp
á í kennslu. Umsjón: Tryggvi Jakobsson og Elín Lilja Jónasdóttir.
Verum virk – Félagsstörf, fundir og framkoma (Stofa H 208 kl. 11:00)
Á vordögum kom út ný bók hjá Námsgagnastofnun þar sem fjallað er um helstu atriði í
tengslum við þátttöku í félagsstörfum, um ræðumennsku, samskipti og fleira. Í bókinni er
fjöldi hagnýtra verkefna fyrir nemendur. Umsjón: Hulda Sólrún Guðmundsdóttir.
Nýjar áherslur í skriftarkennslu (Stofa H 206 kl. 11:00)
Fjórar bækur í Ítalíuskrift komu út fyrir síðasta kennsluár, 1A, 1B, 2A og 2B, ásamt kennslu-
leiðbeiningum á vef. Nú eru að koma út 3A og heimaverkefnabók. Á kynningunni fer Freyja
Bergsveinsdóttir, annar höfundur bókanna, yfir nýjar áherslur í kennslu Ítalíuskriftar og
uppbyggingu bókanna. Meðal efnis sem farið verður yfir er:
• skriftin er kennd sem hreyfing
• stöfum er skipt upp í fjölskyldur
• stafir eru tengdir saman frá upphafi
• nemendur eiga að fá æfingar við sitt hæfi.
Lestrarlandið (Stofa H 101 kl. 11:00)
Lestrarkennsluefni fyrir byrjendur. Rannveig Auður Jóhannsdóttir, Helga Sigurmundsdóttir
og Steinunn Torfadóttir munu kynna hugmyndir að baki námsefninu, uppbyggingu þess
og notkun en markmið efnisins er að kenna börnum, sem eru að hefja grunnskólanám,
lestur. Efnið felur í sér sögubók – sjálfstæðar sögur út frá íslenska stafrófinu, hljóðbók þar
sem sögurnar eru lesnar, myndir úr lestrarbók sem nálgast má á vef, lestrarkennslubók og
vinnubók 1 og vinnubók 2. Athygli er beint að heiti bókstafa, tengslum þeirra við mál-
hljóðin og öðrum byrjunaratriðum í lestri. Lögð er áhersla á að lestrarefnið nái bæði til þess
að æfa umskráningu og örva orðaforða og lesskilning. Leitast er við að hafa efnið fjölbreytt
og miðað við að það komi til móts við ólíkar aðferðir í lestrarkennslu og mismunandi fyrir-
komulag í kennslu. Umsjón: Sylvía Guðmundsdóttir.