www.nams.is
2
skráning á
Fræðslufundir í boði haustið 2012
KL. 9
Spotlight – nýtt enskuefni fyrir 8. til 10. bekk (Stofa H 101 kl. 9:00)
Nú er efni tíunda bekkjar komið út. Halla Thorlacius grunnskólakennari deilir reynslu sinni
af notkun þessa nýja efnis. Efni áttunda bekkjar kom út haustið 2011 og efni níunda
bekkjar vorið 2012. Umsjón: Halla Thorlacius.
Stefnan sett! – Um náms- og starfsval (Stofa H 208 kl. 9:00)
Nýtt efni í náms- og starfsfræðslu fyrir unglingastig. Höfundurinn, Helga Helgadóttur
náms- og starfsráðgjafi, kynnir efnið og fjallar um fjölbreytilega og sveigjanlega möguleika
á notkun þess í kennslu. Umsjón: Helga Helgadóttir.
Foxit Reader og Easy Tutor hjálparforrit (Stofa H 209 kl. 9:00)
Námsgagnastofnun kynnir, í samvinnu við TMF, þá möguleika sem nemendur með lestrar-
og skriftarerfiðleika hafa til þess að nýta sér efni Námsgagnastofnunar á tölvutæku formi.
Foxit Reader er ókeypis forrit sem gerir nemandanum kleift að nota tölvu til að skrifa
í hefðbundnar vinnubækur Námsgagnastofnunar á tölvutæku formi. Easy Tutor er sér-
staklega hannað með einstaklinga með lestrarerfiðleika eða lesblindu í huga. Notandinn
getur skrifað, lesið og yfirfarið texta með talgervli sem eru innbyggðar í forritið. Haldin eru
sérstök námskeið á vegum TMF. Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðunni www.tmf.is.
Umsjón: Hrönn Birgisdóttir frá TMF–Tölvumiðstöð og Guðríður Sigurðardóttir.
Hagnýt leiklist (Stofa H 206 kl. 9:00)
Ása Helga Ragnarsdóttir og Rannveig Björk Þorkelsdóttir kynna
Hagnýta leiklist
sem er nýtt
fræðsluefni fyrir kennara. Um er að ræða mynd og handbók þar sem teknar eru saman fjöl-
margar kennsluaðferðir í leiklist og leiðbeiningar um beitingu þeirra. Í myndinni eru sýnd
þrjú heildstæð kennsluverkefni, eitt fyrir hvert stig grunnskólans. Raðað er saman nokkrum
kennsluaðferðum leiklistar þannig að úr verður heilstætt ferli. Höfundar leggja áherslu á
að aðferðirnar megi nýta með nánast hvaða námsefni sem er en í myndinni er unnið með
bækurnar
Ástarsögu úr fjöllunum
eftir Guðrúnu Helgadóttur,
Snorra sögu
eftir Þórarin
Eldjárn og
Kjalnesinga sögu
. Ekki er nauðsynlegt að kennarar hafi formlega menntun í
leiklist til þess að nýta kennsluaðferðirnar, þeir þurfa aðeins að hafa áhuga á að nota þær.
Hér er á ferðinni gagnlegt og áhugavert efni fyrir grunnskólakennara.
Jarðfræði í grunnskólum – Jarðfræðivefurinn (Stofa H 201 kl. 9:00)
Kynntur verður nýr jarðfræðivefur Námsgagnastofnunar og gefin dæmi um hvernig má
nota hann í kennslu. Í upphafi verður stutt yfirlit yfir jarðfræði Íslands en síðan farið gróf-
lega yfir það námsefni sem til er um jarðfræði fyrir mismunandi aldursstig grunnskólans og
á vefsvæðinu
Í dagsins önn
. Einnig verður litið á aðrar bjargir sem nýtast í námi og kennslu
um jarðfræði og náttúruhamfarir, einkum vefi ýmissa opinberra stofnana. Umsjón: Tryggvi
Jakobsson landfræðingur, leiðsögumaður og ritstjóri.