Laxdæla saga

82 Þá sagði Kjartan: „Bolli frændi, hví fórstu að heiman ef þú vildir kyrr standa hjá? Og er þér nú vænst að veita öðrum hvorum og reyna nú hversu Fótbítur dugi.“ Bolli lét sem hann heyrði ekki. Synir Ósvífurs eggja Bolla nú á alla vegu, segja að hann muni ekki vilja vita þá skömm eftir sér að hafa heitið þeim vígsgengi en veita þeim nú ekki. Þá bregður Bolli Fótbít og snýr að Kjartani. Þá mælti Kjartan til Bolla: „Víst ætlar þú nú, frændi, níðingsverk að gera, en miklu þykir mér betra að þiggja banaorð af þér, frændi, en veita þér það.“ Síðan kastaði Kjartan vopnum og vildi þá ekki verja sig. Hann var þó lítt sár en ákaflega vígmóður. Engu svaraði Bolli Kjartani en þó veitti hann honum banasár. Bolli settist þegar undir herðar vígsgengi merkir liðveisla í bardaga vígmóður merkir móður/þreyttur af átökum í bardaga

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=