Laxdæla saga

81 24. Mannvíg í Svínadal Þorkell hét maður er bjó á Hafratindum í Svínadal. Hann hafði farið til hrossa sinna um daginn og smalasveinn hans með honum. Þeir sáu til beggja, Laugamanna í fyrirsátinni og þá Kjartan, þar sem þeir riðu eftir dalnum, þrír saman. Þá sagði smalasveinninn að þeir skyldu snúa til móts við Kjartan og vara þá við. En Þorkell bað hann að þegja og sagði að þeir skyldu koma sér þangað sem engin hætta væri og gætu þeir þá horft á leikinn. Og varð svo að vera sem Þorkell vildi. Ósvífurssyni grunaði að Bolli lægi upp við gilbrúnina til að geta varað Kjartan við. Þeir gengu því upp til hans og þóttust bregða á glens við hann, tóku í fætur honum og drógu hann niður brekkuna. Í sama bili riðu þeir Kjartan þar að. Þegar þeir komu suður fyrir gilið sáu þeir fyrirsátina og þekktu mennina. Kjartan spratt þegar af baki og sneri í móti þeim Ósvífurssonum. Þar stóð steinn einn mikill. Þar bað Kjartan þá við taka. Fyrst skaut Kjartan spjóti að einum Ósvífurssona og særði hann á vinstri handlegg, svo að honum var ónýt höndin um daginn. Síðan brá Kjartan sverði og hafði ekki sverðið konungsnaut. Tveir menn sneru sér að Þórarni en sex að Kjartani og Áni. Bolli stóð hjá með sverðið Fótbít. Ósvífurssynir hörfuðu undan Kjartani og sóttu að Áni. Án féll og lágu iðrin úti. Þá sneru þeir sér að Kjartani og hjó hann fót af einum þeirra fyrir ofan hné. Þá sóttu þeir fjórir að Kjartani en hann varðist hraustlega. Þar bað Kjartan þá við taka merkir að Kjartan skoraði á þá að taka (hraustlega) á móti konungsnautur merkir gjöf frá konunginum

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=